fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Átta ómetanleg húsráð frá Margréti

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir átta góðum húsráðum sem allir ættu að þekkja.

1. Allt gróft mjöl á að geyma í lokuðum ílátum því annars getur kviknað líf í því. Einnig ágætt að frysta.

2. Það á alltaf að hafa opinn glugga einhvers staðar í íbúðinni svo ekki myndist raki inn í henni. Passa að lofta vel út eftir baðferð eða sturtu. Einnig þarf að láta lofta undir rúllugardínur svo ekki myndist raki á gleri og hafa rifu á glugga.

3. Allar borðtuskur og diskaþurrkur þarf að sjóða. Súr lykt af tuskum myndast af því að þær eru óhreinar.

4. Aldrei á að bera tekkolíu á lakkaðan við. Á lakkaðan við fer húsgagnaáburður sem borinn er á húsgögnin og þurrkað vel yfir á eftir. Varist að hann fari ekki á gólfið því þá myndast mikil hálka.

5. Hrísgrjón á að sjóða á lágum hita og ekki í opnum potti. Setja á 1 hluta grjón á móti 2 hlutum af vatni ásamt örlitlu salti. Þegar suðan kemur upp á að lækka og leyfa þeim að vera í 18 mínútur, ekki hræra í þeim. Vatnið á ekki að gufa upp heldur eiga grjónin að draga það í sig. Þá brenna þau ekki við, eru laus og ekki klesst.

6. Í tíðarfari eins og núna fara leðurskór illa. Strjúkið af þeim með rökum klút, gott er að setja dagblöð inn í blauta skó á meðan þeir þorna. Bera síðan skóáburð á þá og bursta vel yfir, að endingu á að setja vatnsvörn.

7. Nota skal edik og vatn til þess að þrífa spegla, en klúturinn verður að vera alveg hreinn. Það má alls ekki hafa farið mýkingarefni í hann. 1 hluti edik og 8 hlutar vatn.

8. Hafið ávallt sápuhólfið og þvottavélina opna þegar ekki er verið að nota vélina. Takið sápuhólfið út af og til og burstið og þvoið vel ásamt hurð og gúmmíhring að innan. Þvoið suðuþvott allavega einu sinni í viku til þess að vélin sé hrein og lyktarlaus að innan. Notið mýkingarefni sem sjaldnast og ekki í æfingagalla. Bómull þolir þvott á 60–90°.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Andri framlengir í Garðabæ

Andri framlengir í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vonast til að fréttirnar af Guardiola og 17,5 milljarður sannfæri Haaland

Vonast til að fréttirnar af Guardiola og 17,5 milljarður sannfæri Haaland
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.