fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Tinna fór í brúðkaupsferð til Belfast – Kostir og gallar

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég og Arnór minn giftum okkur sumarið 2016. Við ætluðum alltaf að gifta okkur 17. júní 2017 en hlutirnir breyttust hratt þegar pabbi minn veiktist þannig að við giftum okkur með stuttum fyrirvara og ákváðum að bíða með brúðkaupspartý og brúðkaupsferð. Það var svo í maí 2017, einhverjum 9 mánuðum eftir að við giftum okkur sem að ég sá einhverjar tilboðsferðir hjá Icelandair. Ég sá ferð til Belfast og ég heillaðist af þessu og sýndi Arnóri og við ákváðum strax að panta, ferðin var 26-29. okt 2017, alveg 14 mánuðum eftir giftingu en ég verð að segja að það var toppnæs að eiga þetta inni hehe.

Upprunalega ætluðum við alltaf að fara í brúðkaupsferð til Ítalíu og vera í 1-2 vikur, en svoleiðis ferð hefði ekki hentað á þessum tíma, þannig að hún bíður, í bili. Aðalmálið fyrir okkur var að drulla okkur loksins til útlanda bara við tvö og njóta saman! Þetta var alveg yndislegt og svo nauðsynlegt fyrir sambandið að fá smá breik frá mömmu- og pabbahlutverkinu.

Ég var mjög spennt fyrir Belfast því ég hef farið 9x til Glasgow og 2x til Englands og átti því eftir að heimsækja Írland til að geta sett eitt feitt X við allt Bretland. Langar samt rosalega til Dublin einn daginn, enda á það að vera allt önnur upplifun heldur en Belfast, því Írland skiptist víst í einhverja hluta sem eru eins og sitthvort landið og það er ekki einu sinni sami gjaldmiðilinn í Dublin og Belfast!

Jæja ég ætla hætta röfla núna og leyfa myndunum að tala sínu máli. Set smá texta undir hverja og eina.

 

 

27540190_10155408755479422_1758666974932104453_n

Tókum margar skemmtilegar myndir á leiðinni í Titanic safnið. Það er ágætis rölt að labba þangað en algjörlega þess virði

 

27459964_10155408756919422_2728620847737289634_n

Bara basic að kyssa fishyfish

 

27459845_10155408757944422_7548751394527306469_n

Smá selfie

 

27752114_10155408754444422_7770231523403216148_n

Sætastur í morgunmat á hótelinu :)

 

27657739_10155408754734422_5810771766456144281_n

Við Arnór elskum að fara í bíó og þá sérstaklega í útlöndum og að sjálfsögðu fundum við bíó og löbbuðum þangað eitt kvöldið :)

 

27654451_10155408754909422_808895413392091691_n

Mega góðar pizzur á Pizza express, brauðbollurnar sem við pöntuðum í forrétt voru ógeðslega góðar!!

 

27459584_10155408754084422_6910621697356247224_n

Hehe, sko það er aldrei erfitt að finna búðir og missa sig smá..

 

IMG_3318

Titanic safnið!

 

27337083_10155408754794422_3132176791657756521_n

Haldið ekki að Arnór hafi gefið gömlu þennan svaka flotta Titanic hring 😉

 

IMG_3439

Ég elska Costa! 

 

27459956_10155408752884422_6088820932741077645_n

Smá skvísulæti hér og þar..

 

27541090_10155408757224422_5620597240825143466_n

Ein aðalgatan

 

27750365_10155408757419422_2013533127417082471_n

Já kæra fólk við Arnór elskum pizzu og fórum að sjálfsögðu líka á Pizza Hut hehe..

 

27749840_10155408752874422_913233358482068659_n

Prófa nýjar flíkur og þá er pósað

 

27540499_10155408755774422_7298512108813346207_n 27655183_10155408755194422_8098491986842382131_n

Aðeins að heilsa upp á Charlie vin okkar

 

27544751_10155408758164422_8724379860668055346_n

Alsæl með nýju sólgleraugun

 

27657362_10155408756274422_5419220211576654490_n

Fallegt!

 

27460062_10155408755359422_4894320281640589709_n

Hvílt þreytta fætur

 

27654601_10155408752779422_5920962694112978132_n

Halló Ísland!

 

 

Langar að enda færsluna á smá kostum/göllum við Belfast að mínu mati og það sem kom á óvart.

 

Kostir:

-stutt flug

-fínt að verlsa

-lítill krúttlegur staður

-flott úrval af veitingastöðum

-gaman að labba um, margt fallegt að sjá

-Titanic safnið, mjög skemmtilegt að kíkja þangað. Mæli með að labba þangað, ótrulega gaman og margt fallegt og skemmtilegt að sjá í leiðinni :)

 

Gallar

– í raun eru engir gallar per se, en að mínu mati átti Belfast ekki séns í Glagsow, verslunarlega séð. En þar sem við vorum ekki beint í verlsunarferð (en þetta erum við þannig við versluðum alveg slatta sko hehe) þá skipti það ekki miklu en Belfast er flottur staður til að fara bara til að slaka á njóta, fara í göngutúr, borða og versla smá. En þið sem eruð að fara þangað í verslunarferð þá tókum við taxa í Asda (Superstore) og Matalan. Þær eru á sitthvorum staðnum en það var svo þess virði að fara því við versluðum mikið á báðum stöðum! Matalan er HUGE og á tveimur hæðum.

 

 

Það sem kom á óvart

-Belfast búar eru ekki jafn kurteisir og Skotar! Það kom alveg á óvart, manni fannst fólkið þarna vera smá “dónalegt” eins og við Íslendingar eigum það til að vera. Maður bjóst við sömu kurteisi eins og í Skotlandi og Englandi en það var ekki svoleiðis.
Hef samt heyrt að fólkið í Dublin sé rugl kruteist,  greinilega mjög ólíkir staðir þó þeir séu í sama landinu.

-PUND EN EKKI EVRUR. Úff sko, við fórum í bankann að sækja gjaldeyri einhverju fyrir ferðina og sögðum starfsmanninum að við værum að fara til Írlands, eða réttara sagt Belfast. Þá tilkynnir hún okkur að það séu Evrur í Írlandi (okkur datt ekki í hug að það væru tveir gjaldmiðlar í sama landinu þannig við treystum henni auðvitað). Meira segja fór hún og spurði annan starfsmann hvort það væru ekki Evrur í Írlandi og jújú, mikið rétt. Svo mætum við út, alveg eldhress með allar Evrurnar okkar (ég er svo gammeldags að ég tek alltaf allt í CASH) en neibb, ÞEIR NOTA EKKI EVRUR HELDUR PUND. Oh my gosh, jæja þetta var enginn heimsendir en fyrsti dagurinn byrjaði svona hressandi að við fórum að finna banka og skipta peningnum, svo þurftum við að skrifa undir eitthvað skjal og útskýra af hverju við værum að skipta svona miklum pening, en jæja allt er gott sem endar vel. Munið bara að Dublin = Evrur og Belfast = Pund. Það er víst ekki nóg að treysta bara á bankann hehe.

-Vonandi fannst ykkur fínt að lesa þetta yfir fyrir Belfast ferðina ykkar og ég segi bara góða skemmtun!

Færslan birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Cooper rekinn frá Leicester

Cooper rekinn frá Leicester
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ákveðinn Maresca svaraði fullum hálsi: ,,Ég er ekki að hugsa um Harry Kane eða það sem hann hefur að segja“

Ákveðinn Maresca svaraði fullum hálsi: ,,Ég er ekki að hugsa um Harry Kane eða það sem hann hefur að segja“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fékk mjög óviðeigandi tölvupóst og var boðið mikla peninga: Vildu sjá hana stunda kynlíf – ,,Leið eins og ég væri skítug“

Fékk mjög óviðeigandi tölvupóst og var boðið mikla peninga: Vildu sjá hana stunda kynlíf – ,,Leið eins og ég væri skítug“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.