fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Sylvía Haukdal hafði áhyggjur af slitum: „Maginn á henni var ónýtur eftir að hún átti“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 9. febrúar 2018 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir gekk með sitt fyrsta barn hafði hún miklar áhyggjur af því að fá slit á magann. Á hverjum degi bar hún á sig allskyns slitolíur til þess að reyna að koma í veg fyrir þennan hvimleiða fylgikvilla meðgöngunnar.

Ég man alltaf eftir setningunum „Maginn á henni var ónýtur eftir að hún átti“ og ég vildi sko alls ekki lenda í því,

segir Sylvía í færslu sinni á Ynjur.

Þegar leið svo á meðgönguna byrjuðu að koma smá slit á magann á mér, ég var mjög róleg yfir þeim enda voru þau ekki mörg. En í fæðingunni sjálfri jukust slitin um meira en helming og ég tók ekki eftir því fyrr en við komum heim.

Maginn á henni var ónýtur

Sylvía segist hafa staðið fyrir framan spegilin og horft á slitin sín og slöppu húðina þegar hún fór að rifja upp þessa setningu sem hún hafði heyrt svo oft: „Maginn á henni var ónýtur eftir að hún átti“.

Þá áttaði ég mig á því að þetta var mesta rugl sem ég hafði heyrt! Þarna stóð ég og horfði á magann á mér á meðan ég heyrði í Atla frammi með litlu stelpuna okkar. Slitin og slappa húðin voru bara merki um það að ég hefði gengið með barn, að ég hafi fætt barn og að ég væri orðin móðir. Hvað er merkilegra en það? Maginn á mér var ekki ónýtur, hann var bara mjög fallegur og sagði fallga sögu.

Það var á þessum tímapunkti sem Sylvía fylltist stolti yfir slappa maganum sínum sem bar öll slitin.

Sylvía með dóttur sína

Nú geng ég með okkar annað barn og ber á mig krem. En ég er ekkert að stressa mig á einhverri sérstakri slitolíu enda kona þau innan frá og því lítið sem hægt er að gera til þess að koma í veg fyrir þau.

Ekki allir geta gengið með börn

Sylvía segir að henni sé alveg sama hvort það bætist við slitin hennar eða ekki.

Það geta ekki allir gengið með börn og þetta vandamál er ekki vandamál í huga þeirras em vilja allt gera til þess að eignast barn. Við eigum bara að vera stoltar af merkjunum okkar á líkamanum sem gera grein fyrir því að við höfum gengið í gegnum þetta dásamlega verkefni.

Sylvía segir að hún ætli ekki að láta sér líða illa yfir því að hafa slit á líkama sínum.

Lærum að elska okkur eins og við erum.

Hægt er að fylgjast með Sylvíu á Snapchat undir nafninu @shaukdal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“