fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025

Bríet Kristjánsdóttir leikkona í aðalhlutverki í Los Angeles: „Ég fékk hlutverkið og flaug beint á settið hjá Youtube“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 9. febrúar 2018 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bríet Kristjánsdóttir er íslensk leikkona sem býr og starfar úti í London. Bríet hefur bæði leikið fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir en nýjasta hlutverk hennar var tekið upp í Los Angeles.

Ég fékk símtal frá leikstjóra þáttanna sem bað mig að koma í prufu, ég var stödd í Kaupmannahöfn á þeim tíma svo allt áheyrnarprufu ferlið fór fram í gegnum upptökur og Skype. Á endanum fékk ég hlutverkið og flaug beint til LA á settið hjá YouTube,

segir Bríet í viðtali við Bleikt.is

Bríet í hlutverki Astrid í Life as a Mermaid

Mikla ástríðu fyrir kvennréttindum

Þættirnir sem Bríet er að leika í núna heitir Life as a Mermaid og eru fjölskylduþættir sem fjalla um hafmeyju sem býr á landi. Hafmeyjan gengur í gegnum allskyns áskoranir og berst við fordóma vegna þess að hún er öðruvísi. Íslenska illmennið Astrid (Bríet) reynir að ræna hafmeyjunni til þess að selja hana og græða peninga.

Ég hef líka aðeins tekið að mér skrif og framleiðslu. Ég skrifaði meðal annars, framleiddi og lék í einleik um kvenréttindi og svo framleiddi ég stuttmynd/viðtalsþátt um hlutverk kvenna í Hollywood og hvernig það er að breytast. En kvenréttindi eru augljóslega annað málefni sem ég hef mikla ástríðu fyrir.

Kynntist framleiðandanum á frumsýningu

Bríet kynntist einum af framleiðanda og leikstjóra þáttanna Life as a Mermaid á frumsýningu sem þær voru saman á.

Okkur kom vel saman og komumst við að því að við áttum margt sameiginlegt, ég pældi nú ekkert í því frekar þangað til mörgum mánuðum seinna þegar ég fékk símtal frá henni.

Á frumsýningu

Bríet er sterk, ævintýragjörn kona sem lætur ekkert stöðva sig í að ná markmiðum sínum. Segist hún vera með sterka réttlætiskennd og ekki hika við að vera rödd fyrir raddlausa. Bríet hefur verið að leika síðan hún man eftir sér.

Við vinkonurnar vorum rosalega skapandi þegar við vorum litlar og alltaf að taka upp sjónvarpsþætti og stuttmyndir. Svo voru það skólaleikritin og öll leikrit sem ég gat komist í þangað til það tók við að fara að gera þetta að atvinnu. Ég held að það sé ekkert annað sem ég gæti verið að gera í lífinu. En því að vera leikkona fylgir líka ábyrgð, að senda rétt skilaboð til þeirra sem fylgjast með manni og að standa fyrir réttu hlutunum. Þar sem ég er með sterkar skoðanir og mikla réttlætiskennd er það mikilvægt fyrir mig líka að halda því sem hluta af vinnunni minni.

Lék aðalhlutverkið í Delirium

Bríet hefur leikið í allskonar kvikmyndum, stuttmyndum, leikritum og þáttum.

Frá tökum á auglýsingu

Nýverið lék ég í annari seríu af Corrupt Crimes sem verður birt á Netflix og Sky. Aðrir þættir sem ég ef verið að leika í eru It Takes A Killer, Mysteries of the Unexplained, Girl on Girl og fleiri. Einnig lék ég aðalhlutverkið í myndinni Delirium sem var birt á Women in Horror kvikmyndahátíðinni. Aðrar myndir sem ég hef leikið í eru ECO og auðvitað Life as a Mermaid kvikmyndin og fleiri.

Bríet er fædd og uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur en hún hefur þó allt sitt líf  verið á töluverðu flakki enda mjög ævintýragjörn.

Ég flutti ein til Spánar þegar ég var sautján ára og síðan þá hef ég alltaf verið frekar mikið á flakki. Leiklistin er líka alþjóðlegt tungumál og oft eru ferðalög hluti af vinnunni sem er algjör draumur.

Úr myndinni ECO eftir ForLove Productions

Stefnir hátt í lífinu

Bríet stefnir hátt í lífinu og hefur fulla trú á því að allt muni ganga vel.

Ég trúi því að allt sé hægt ef nægur vilji er fyrir hendi. Ég stefni mjög hátt og hlakka mikið til framtíðarinnar.

Bríeti líkar vel að búa í London og segir hún borgina mikla listaborg.

Hér er mikil listmenning og spennandi hlutir að gerast þar sem sjónvarpsþættir eru að verða stærri og stærri markaður hér í London. Fólkið hér er skemmtilegt og fjölbreytt og menningin í raun ekkert svo ólík íslenskri sem er ágætt.

Mynd eftir Sunnu Gautadóttur

Bransinn er að breytast vegna tilkomu samfélagsmiðla

Þættirnir Life as a Mermaid eru sýndir á sérstakri Youtube rás og segir Bríet að bransinn sé að breytast mikið eftir að samfélagsmiðlarnir komu.

Þetta er orðið mjög algengt. Allur bransinn er að breytast rosalega mikið eftir að Youtube og Musical.ly og fleiri platformar urðu svona stórir. Sérstaklega þegar kemur að ungu fólki eins og aðal áhorfendahóp þáttanna, þau eru orðin svo rosalega virk á netinu. Núna eru margar af stærstu stjörnunum í Hollywood svokallaðar „Youtube stjörnur eða Instragram stjörnur“. Það er mjög áhugavert að fylgjast með þessari þróun og spennandi að sjá hvert þetta leiðir. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vera partur af þessu öllu.

Frá dýraathvarfi í Californiu

Mikill dýravinur

Bríet er mikill dýravinur og segir hún það mikla ástríðu í lífi sínu að hjálpa þeim dýrum sem minna mega sín eða er farið illa með.

Það eru líka skilaboð sem ég reyni að miðla til þeirra sem fylgjast með mér. Ég vinn oft sjálfboðavinnu með dýrum og reyni að heimsækja eins mörg dýraathvort of ég get á þeim stöðum sem ég heimsæki. Þannig reyni ég á jákvæðan hátt að draga athygli að því hvað það er gott og gefandi að hjálpa dýrum.

Bríet hefur einnig starfað sem fyrirsæta

Hægt er að fylgjast með henni Bríet á Instagram: briekristiansen

Einnig er hún skráð á IMDB fyrir áhugasama: Briekristiansen

Brie Kristiansen er sem sagt nafnið sem ég geng undir erlendis, en það er alveg ómögulegt að kenna fólki að bera fram Bríet Kristjánsdóttir,

segir þessi duglega og jákvæða kona að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Leicester vann Tottenham á útivelli

England: Leicester vann Tottenham á útivelli
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Við heimtum sólarsýn!

Björn Jón skrifar: Við heimtum sólarsýn!
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Af hverju eigum við svona erfitt með að einbeita okkur?

Af hverju eigum við svona erfitt með að einbeita okkur?
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Ferðaðist til allra landa og var hrifinn af Íslandi – „Allt virkar og vegirnir eru í frábæru ástandi“

Ferðaðist til allra landa og var hrifinn af Íslandi – „Allt virkar og vegirnir eru í frábæru ástandi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bannar barnsmóður sinni að koma með: Virðist hafa lítinn áhuga á krökkunum – ,,Hann hló bara þegar hann heyrði af þessu“

Bannar barnsmóður sinni að koma með: Virðist hafa lítinn áhuga á krökkunum – ,,Hann hló bara þegar hann heyrði af þessu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.