fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Silja Dögg fæddi barn heima: „Ég var orðin hrædd um að fæða barnið ein en hann hélt ég væri bara í vondu skapi“

Öskubuska
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Dögg var svo yndisleg að deila með okkur fæðingarsögunni sinni en hún er með merkilegra móti. Hún nefnilega eignaðist barn heima hjá sér alveg óvænt (eða svona eins óvænt og hægt er)! Gefum Silju orðið:

“Frá því að ég fékk settan dag þann, 11. ágúst, ákvað ég að ég sá dagur væri ekki svo góður og ég ætlaði að eiga þann 27. júlí. Ég reyndar ákvað líka að ég gengi með strák og kallaði hann Bubba en í 20. vikna sónar var Bubbi víst Bubba en það kom svo sem ekki að sök. Af heilsufars ástæðum fór ég frekar oft í sónar og í öllum sónurum var talað um að ég gengi með lítið barn.

En hvað um það loks rann 27. júlí upp og ég fór í sónar og skoðun. Ég var búin að vera með fyrirvara verki í 2 daga on og off og komin með 3-4 í útvíkkun, það var ákveðið að opna leghálsinn betur og ýta við belgnum og svo var mér líka gefinn tími í gangsetningu eftir viku til öryggis.

20170726-P7261396

Um kvöldið voru verkirnir orðnir vel sterkir en ekki óbærilegir, ég vildi fara á fæðingar deildina í mælingu því að ég stóð enn á því að Bubba myndi fæðast þennan dag. Ég fór í mónitor og ljósan sagði mér að ég væri ekki að fara fæða barn og að ég mætti búast við því að vera með þessa verki í nokkra daga. Og já, ég bölvaði í hljóði (held reyndar að svipurinn á mér hafi ekkert leynt því). Hún gaf mér parkodín, sagði okkur að koma aftur þegar það væru 3-5 mín á milli verkja og við fórum heim. Ég tók þessar parkódintöflur og fór að sofa og einhvern vegin náði ég að sofa á milli verkja. Atli, kærastinn minn, fór svo í rúmið um 01:30 og þá spurði ég hvað væri langt á milli verkja hjá en þá voru bara um 7-10 mínútur á milli eins og það hafði verið í 2 daga nema núna voru verkirnir orðnir óbærilegir að mínu mati. Og enn og aftur bölvaði ég en í þetta skiptið upphátt. Svo kom einn risa verkur og BÚMM ég fann rembings tilfinninguna. 3-5 mín á milli verkja gerðist aldrei í milli tíðinni.

Ég sagði Atla frá og hans viðbrögð við þessum orðum mínum voru “hvað þýðir það ?” HVAРMEINTI HANN HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ ? Fór hann ekki með mér á fæðingar námskeið ? Ujú! Velti fyrir mér hvaða námskeiði hann var á.

Svo finn ég að höfuðið er að koma. “HRINGDU Á SJÚKRABÍL” argaði ég bókstaflega. Hann fór fram og kom aftur án þess að vera búin að hringja eitt né neitt því hann sagðist ekki vera viss hvert hann ætti að hringja ! Þegar þarna var komið við sögu var ég orðin verulega stressuð að ég væri að fara fæða blessað barnið EIN!  Það sem hins vegar fór í gegnum höfuðið á honum var að það hefðu átt að vera 3-5mín á milli þarna í millitíðinni og ég væri sennilega bara í vondu skapi.

Barnið ætlaði út NÚNA

Þegar ég var svo búin að öskra á manninn hvað símanúmerið hjá neyðarlínunni væri hringdi hann loksins. Maðurinn sem svaraði hjá neyðarlínunni sagðist ætla fara með honum í gegnum það hvernig hann ætti að taka á móti barninu ef til þess kæmi, sagði honum ég yrði að byrja á því að fara úr brókinni. Atli reyndi að taka mig úr brókinni og ég varð alveg æf, ég var sannfærð um það að ef ég væri í brók þá yrði allt í lagi þar til hjálpin myndi berast (já ég veit, rök hugsunin var bara ekki betri en þetta í þessum aðstæðum). Loks komu sjúkraflutningarmennirnir og ó guð hvað ég var fegin sjá þá nú færi ég á sjúkrahúsið, fengi mænurótardeifingu og allt yrði gott en allt kom fyrir ekki. Blessað barið ætlaði út og það NÚNA, hér í rúminu, strax. Þegar ég áttaði mig á því að ég væri ekki að fara í kósý heit á fæðingardeildina (ég sem hlakkaði til að fara í þessa RISA stóra baðkar), bað ég Atla að hringja í mömmu. Hún yrði bara að koma og bjarga mér.

Hinkraði eftir ömmu sinni

Klukkan 02:00, 15 mínútum eftir að sjúkraflutningarmennirnir mættu, fæddist Bubba litla – ekkert lítil, hún var 16 merkur og 55cm með fullt af hári og fullkomin í alla staði. Mamma rétt náði að koma inn í herberið og segja “Silja ég er komin” ætli Bubba litla hafi ekki verið að hinkra eftir ömmu sinni.
Þetta gerðist allt svo hratt að ljósmóðirin kom ekki fyrr en eftir að Bubba fæddist og áður en við vissum af voru allir farnir, ný bakaður faðirinn að reyna setja bleyju á barn í fyrsta skiptið og móðirin að skipta á rúminu og setja í þvottavél. Ég þurfti að fá stera sprautu í fæðingunni vegna þess að ég hafði verið svo lengi á sterum og hugsa að þessi sprauta hafi gefið mér allveg ótrúlega mikla orku.

20170728-P7281544

Öllum heilsaðist vel, nema rúminu

Eins “scary” og þetta allt var þá var afskaplega notalegt að vera heima og njóta þess að litla viðbótin væri komin í heiminn. Mamma skutlaði ljósmóðurinni aftur á sjúkrahúsið og sótti stóru systur.

Bubba litla, sem fékk nafnið Ísold Mía, fæddist næstum því 27.júlí en það sem skipti máli var að öllum heilsaðist vel.. tjahh nema rúminu okkar ;)”

Silja vill einnig koma á framfæri einstökum þökkum til Slökkviliðs Akureyrar sem tóku á móti elsku Ísold hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
Fyrir 17 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“