fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Bráðfyndnar íslenskar stefnumótasögur: „Býrðu hjá mömmu þinni?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru til margar leiðir til þess að kynnast nýju fólki í dag, flestir sem við rekumst á í gegnum lífið verða kunningjar, aðrir verða vinir okkar og einhverjir verða makar. Makaleit er eitthvað sem við mannfólkið byrjum á nokkuð snemma á lífsleiðinni. Fyrsta „sambandið“ okkar er oftar en ekki „kærastinn/kærastan“ sem er með okkur í leikskólanum og höfum við tekið ákvörðun um að giftast einn daginn.

Þegar við erum svo komin í grunnskóla flækjast málin. Þá fara hormónarnir að taka yfir líkama okkar og við byrjum að læra á líkamann okkar. Í lok grunnskóla eru margir farnir að fara á stefnumót sem halda svo oft áfram yfir á fullorðins árin.

Við eignumst jafnvel kærasta/u sem við eyðum nokkrum árum með, eignumst jafnvel börn með þeim og síðan skilja leiðir aftur.

Stefnumót eru því algeng leið fyrir fólk sem er á lausu til þess að kynnast hverju öðru betur og sjá þannig hvort það sé möguleg framtíð á milli einstaklinganna.

Þegar kemur að stefnumótum þá eigum við það til að vera mjög spennt fyrir kvöldinu, gera okkur of miklar vonir og enda kvöldið svo á vonbrigðum.

Það er þó algengara en okkur grunar að stefnumót endi á vandræðalegan máta og að fólk hlægi að því mörgum árum síðar að þetta hafi í raun og veru gerst.

Bleikt fékk sendar nokkrar bráðfyndnar stefnumótasögur sem fóru úrskeiðis:

Fyrstu kynni við tengdamóður

Þegar ég kynnist manninum mínum hafði ég átt nokkra bólfélaga þar á undan og þrátt fyrir að vera varkár var ég sannfærð um að ég væri komin með klamýdíu. Það var ekkert annað að gera enn að fara í tékk á húð og kyn, með skottið langt á milli lappana þar sem ég hitti yndislega hjúkku sem sýndi mér gríðarlega mikinn skilning og stuðning yfir aðstæðum mínum. Hún gaf mér gott klapp á bakið og gerði heimsóknina mun auðveldari enn hún hefði annars verið á meðan hún óskaði eftir lista um bólfélaga, nöfn og símanúmer og virtist vera fordómalaus með öllu. Enn stuttu eftir þetta tékk sem kom í ljós að var ekkert nema þvagfærasýning kynnist ég manninum mínum og við förum að deita. Fljótlega er mér boðið heim í mat til foreldra hans og vissi ég að mamma hans ynni á Landspítalanum. ALDREI hefði mér dottið í hug að tilvonandi tengdamamma mín væri sama konan og ég hefði setið með og greint frá allri, já ég meina allri minni kynlífsvirkni síðustu mánuði. Tengdamóðir mín hefur aldrei rætt þetta við mig enn það hefur alltaf andað köldu okkar á milli og veit ég að ég var langt í frá óska tengdadóttir hennar, enda allt of margt að mér enn hvort það komi þessum fyrstu kynnum okkur nokkuð við eða hvort hún hreinlega muni eftir þeim hef ég ekki hugmynd um.

Óvelkomin klósettpappír

Ég á alveg nokkrar vandræðalegar sögur og eflaust vegna þess að minn helsti eiginleiki er að vera klaufi. Ég var 16 ára og var að fara á mitt fyrsta deit, bíó var auðvitað fyrir valinu. Þegar við erum mætt upp í Smáralind þá ákvað ég að fara á klósettið og skoða make up’ið mitt aðeins. Hann hinkrar frammi á meðan ég lagfæri á mér andlitið. Okey, ég var ready og fín! Þegar við erum mætt í miðasöluna er bankað létt á öxlina mína „Fyrirgefðu fröken, en þú ert með klósettpappír á eftir þér…“ hjartað mitt hamast og ég finn hvað ég roðna og lít niður Ætli ég sé ekki með heljarinnar lengju fasta undir skónum mínum og ég sem fór ekkert á klósettið að pissa!! Held að ég hafi aldrei verið jafn vandræðaleg og þarna!

 

Vitlausi bíllinn

Þegar ég var 17 ára þá fór ég líka á deit og hann birtist í dyrunum heima, ég skelli mér í skó og er orðin mega spennt. Það fór allur dagurinn að gera mig til og shine’a. Jæja, við löbbum saman út og ég opna bílhurðina og hlamma mér í framsætið en er svo litið aftur í og sé þá barnastól og á milli sætannaframmi í er barnadót og drykkjarmál. „Nú! Á drengurinn börn!“ …þetta augnablik var sirka 2 mín og ég var ekki einu sinni farin að velta því fyrir mér af hverju ég væri ein inn í bílnum. Svo pældi ég í því hvort hann hafi nokkuð dottið úti. Hvar er maðurinn! Þá sé ég í afturrúðunni, hann veltandi um af hlátri fyrir utan! … Almáttugur, ég fór inn í vitlausan bíl!

Glæpamaðurinn

Ég hafði verið að spjalla við gaur á Msn í gamla daga, hann bjó í Reykjanesbæ og ég á Snæfellsnesi. Ég var í bænum og við ákváðum að hittast, hann var að sækja mig til vinkonu minnar og ég beið og beið og beið, loksins sendi hann mér sms og þá bilaði bílinn hans rétt hjá. En ég ákvað samt að fara og gekk til hans, loksins komst bíllinn í gang og þetta var vandræðalegur rúntur. En svo vildi hann skipta um bíl og skila þessum lánsbíl þannig að við keyrum til Keflavíkur og þá fattaði hann að hann skildi lykilinn af sínum bíl eftir í Reykjavík og við vorum komin suður eftir. Jæja við fórum inn og allt frekar vandræðalegt, hann opnar sér bjór og setur rapp tónleika í sjónvarpið og alveg geðveikt að fíla sig. Eina sem ég gat hugsað var: „Guð minn góður, ég er föst á suðurnesjum, þekki engan og þessi gaur er alveg glataður!“ Ég man ekkert hvernig ég komst heim. Örugglega rúmu ári seinna ramba ég á hann á Internetinu aftur og af einhverjum ástæðum fer ég að spjalla við hann aftur. Þarna var ég nýflutt í bæinn og alveg til í eitthvað fjör. Ég hafði nýlega byrjað í afgreiðslustarfi þar sem fullt af fólki vann með mér en margir voru í sumarfríi þannig ég þekkti ekkert alla. Allavega þá fór ég í partý heima hjá þessum gaur og vinur hans var þarna, eitthvað kannaðist ég við kauða en kom því ekki fyrir mér hvaðan ég þekkti hann. Þá fer gaurinn að reyna finna út hvaðan ég þekkti hann og kom með þá ágiskun að ég kannski þekkti hann úr sjónvarpinu. Ég varð öll spennt og hélt að ég væri kannski í partýi með frægu fólki og eitthvað. Nei, nei. þá var hann í sjónvarpinu út af réttarhöldum eftir að hann framdi VOPNAÐ RÁN. En það var ekki þaðan sem ég þekkti hann, heldur þá var þessi strákur að vinna með mér en byrjaði í sumarfríi bara strax og ég byrjaði. Ég var djöfullsmeyk við hann allan tímann sem ég vann þarna.

Borðaði Wasabi og þurfti að panta mjólk

égfór einu sinni á stefnumót með eldri manni sem bauð mér á huggulegan stað. Þarna var ég 17 ára held èg og langt frá því að vera eitthvað fín.  Jæja hann bauð mér sem sagt á fínan stað og ég byrja á því að skalla ljósakrónuna nokkrum sinnum þar sem við sátum. Hann pantaði sér sushi sem èg hafði aldrei smakkað og með því fylgdi sterkt wasabi. Ég fékk mér sushi og setti mikið af þessu sterka og greyið maðurinn þurfti að panta mjólk fyri mig því þetta var svo sterkt. Siðan fórum við út og það voru borð og stólar, èg sest þarna og hann ámóti og ég kveiki mér í sígarettu. Um leið og ég er búin að því þá dett ég af stólnum! Hann auðvitað sprakk úr hlátri og sagði við mig að þetta hafi verið áhugasamt kvöld. Ég kinka bara kolli og já.. Ég var blá edrú þetta kvöld!

Man eftir þér sem barni

Ég var heima hjá mér ógeðslega full eftir að hafa farið niður í bæ. Gamall vinur bróðir míns hafi skutlað mér heim og kom hann inn í smá stund sem mér fannst bara allt í góðu þangað til hann fór að reyna við mig sem misheppnaðist svona hryllilega hjá honum. Enda ekki skrítið hann sagði við mig: „Þú ert orðin svo sexí, ég man eftir þér frá því þú varst svona tveggja til þriggja ára!“ Ég var ekki lengi að henda honum út og núna þegar ég mæti honum eða sé hann einhvers staðar fæ ég bara hroll og langar að æla úr viðbjóði.

„Býrðu hjá mömmu þinni?“

Eftir ágætis ,,deit” hringdi herramaðurinn á taxa og spyr mig: ,,Eigum við ekki að kíkja heim til mín?” Ég var til í það. Taxinn kom, skutlaði okkur heim til hans.  Ég vissi hins vegar ekki hvert ég ætlaði þegar ég var búin að sjá flottu og smekklegu íbúðina hans og hann leiddi mig inn í það sem að getur ekki kallast annað en barnaherbergi.. Einbreitt rúm með Arsenal rúmfötum, plaggöt upp um alla veggi af einhverjum fótboltagaurum, óhrein föt í tonnatali á gólfinu, leirtau á skrifborðinu og já, you get the point.. Ég hugsaði með mér að ég gæti svo sem horft fram hjá þessu eftir að hafa fengið að sjá skilríkin hans til þess að fá staðfestingu á aldrinum. En þegar að leigubílstjórinn sem hafði skutlað okkur heim bankaði svo á hurðina og spurði SON sinn hvort að MAMMA hans hefði LEYFT honum að hafa næturgest eða hvort hann þyrfti að skutla mér heim seinna um kvöldið – var þetta ,,deit” búið! Hann var btw veeeeel yfir 18 ára þegar að þetta átti sér stað, svona til þess að forðast allan misskilning!

Tappinn

Ég fór einu sinni á stefnumót með einum sem var algjör „tappi”, alltaf á þvílíkt flottum, rándýrum bílum. Eftir að hafa farið í mat og á kaffihús vorum við að keyra niður Laugaveginn og horfði hann svo mikið á mig að hann straujaði hliðarspegilinn af rándýra porcshinum sínum. Ég sá að honum langaði að fara grenja, en hann þurfti að halda í „tappastælana” og ég þurfti að hafa virkilega fyrir því að hlægja ekki.

Þessi metnaðarfulli

Ég hef verið um 19 ára , stutti svarti kjóllinn, nælon sokkabuxur og háir hælar voru það heitasta. Maður sem var örfáum árum eldri en ég bauð mér út að borða. Hann var búinn að koma sér vel fyrir fannst mér því hann átti sjoppu og svona. Við tölum okkur saman og ákveðið var að ég mundi koma til hans í sjoppuna og við fara þaðan. Hann þurfti að bíða eftir afleysingu og græja og gera. Mér fannst þetta vera merki um harðduglegan mann og lét pabba skutla mér. Tipla á hælunum yfir bílaplanið og geri vart við mig hjá sjoppumanninum. Hann tekur vel á móti mér og býður mér inn fyrir. Hann spyr hvort við eigum ekki bara að fá okkur pizzu, jú jú fínt mín vegna. Fyrir innan sit ég dágóða stund og hann alltaf að afgreiða og bara vinna. Ég er farin að ókyrrast við blaðalestur. Þá vindur hann sér bak við og segir: Hvað viltu á pizzuna þína. Ég: Meinarðu hvað borða ég á pizzuna mína. Nei hvað viltu á pizzuna segir hann, ég alveg hmmm oftast fæ ég mér skinku og ananas. Líður og bíður hann alltaf að afgreiða, kíkir á mig og segir mamma fer að koma og ég er búinn að panta. Ég ein augu: Haaa? 10 mínútum seinna kom sendill með pizzu sem ég borðaði í stutta svarta fína kjólnum á bak við í sjoppu. Needless to say þá hitti ég þennan mann ekki aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Í gær

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.