fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024

Ragga nagli: „Finndu hvað kitlar pinnann þinn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um mannskepnan er gerð til að hreyfa sig.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Mannskepnan er gerð til að hreyfa sig.
En nútímasamfélag hefur gert okkur alltof auðvelt að forðast hreyfingu.
Við sitjum í bílum, sitjum svo við skrifborð þangað til við förum heim og setjumst fyrir framan imbann.
Að sitja eru nýju reykingarnar segja gúrúarnir.
En þegar hnén braka og bresta við að standa uppúr sófanum eftir fréttir og Útsvar.

Þegar bakið grenjar eftir hámhorf á Netflix á sunnudegi.
Þá veit maður að gúrúarnir hafa eitthvað til síns máls.

En nútímasamfélag er líka búið að flækja hreyfinguna fyrir okkur.
Hjólreiðar, hlaup, Crossfit, þríþraut, spinning, Zumba, ketilbjöllur, maraþon.
Instagram og Snapchat sýna okkur æfingar á mælikvarða herþjálfunar.
Harðneskja eða farðu heim til þín.

Facebook og vefsíður sem vilja að þú tætir upp malbik í sprettum eða rífir í járn þar til blæðir úr lófum.
Hreyfing er svo miklu meira og annað en að fara í ræktina.
Æfingar eru bara fabrikkuð leið til að láta skrokkinn gera sem hann hefur elskað og vitað í gegnum mannkynssöguna.

Forfeður okkar þurftu ekki spinning tíma kl 12:10
Þeir þurftu ekki CrossFit æfingu í niðdimmum kjallara.
Svitalykt og pungbindi.
Þeir gerðu hnébeygjur án þess að eiga power skó og magnesium.
Þeir köstuðu, gripu, drógu, sveifluðu, beygðu, klifruðu, löbbuðu, mokuðu.
Þeir þurftu ekki Reykjavíkurmaraþon til að hlaupa milli staða eða Zumbatíma til að fagna með dansi.

En fæstir veiða sér til matar nú til dags.
Hringsóla á bílastæðinu til að finna stæði örfá skref frá sjálfvirku rennihurðinni.
Flestir nota lyftuna oftar en góðu hófi gegnir.
Og taka sjálfu á símann í lyftuspeglinum.

Að hreyfa sig ekki er því risastórt tap.
Sorrý United Silicon.
Hreyfing snýst ekki bara um æfingu.

Hreyfing eru samskipti líkamans við umhverfið.
Hvernig við sitjum, stöndum og hlaupum til líkamstjáningar, líkamsstöðu og jafnvægi.
Það er ekki til nein rétt eða röng hreysti.

Það er hægt að gera allt frá bogfimi til spinning.
Kraftganga eða ketilbjöllur
Snörun eða snú-snú
Keila eða kassahopp.

Það er bara til þín eigin hreysti.
Finndu hvað kitlar pinnann þinn.
Finndu hvernig þín líkamsbygging virkar best.

Prófaðu líka að ögra þér við að gera það sem þú ert ekki góð(ur) í.
Finndu gleðina að geta gert nýjar hreyfingar.
Sjálfstraustið eflist við árangur.

Þegar daglegu hlutirnir verða auðveldari.
Að bera innkaupapoka, að labba stiga og opna sultukrukkur.
Upplifunin af skrokknum þegar hann smám saman breytist úr gömlum Massey Ferguson yfir í lauflétta Teslu.
Þegar þú yfirstígur eigin hömlur og brúkar skrokkinn eins og þú vilt…. þegar þú vilt.

Sú tilfinning verður ekki metin til fjár.
Sorrý Eurocard.

Facebooksíða Röggu nagla

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ísak tvöfaldaði forystuna með frábæru skoti – Sjáðu markið

Ísak tvöfaldaði forystuna með frábæru skoti – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Orri kom Íslandi yfir í Svartfjallalandi – Sjáðu markið

Orri kom Íslandi yfir í Svartfjallalandi – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Koma Kane til Bayern gæti hjálpað Manchester United

Koma Kane til Bayern gæti hjálpað Manchester United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Nistelrooy ekki lengi að sækja um nýtt starf

Van Nistelrooy ekki lengi að sækja um nýtt starf
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spilaði sinn fyrsta leik og var ‘frjáls’ – Lét til sín taka í frumrauninni

Spilaði sinn fyrsta leik og var ‘frjáls’ – Lét til sín taka í frumrauninni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýir eigendur United hafna Rooney

Nýir eigendur United hafna Rooney
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.