Kona sem eignaðist sjötta barnið sitt í sumar, hafði liðið frá upphafi meðgöngunnar eins og hún yrði ófyrirsjáanleg. Hún hafði heldur betur rétt fyrir sér þar sem hún fæddi son sinn á ganginum í bráðamóttökunni.
Jes gekk með sitt sjötta barn en þó hennar fyrsta son. Þann 24 júlí missti Jes vatnið og hafði hún miklar áhyggjur af því að hún myndi eiga barnið áður en hún kæmist upp á spítala. Hún hljóp því út í bíl í engum skóm og maðurinn hennar með, sem sendi ljósmyndara fjölskyldunnar, Tammy Karin, skilaboð um að fæðingin væri farin af stað.
Um leið og Jess og eiginmaður hennar gengu inn ganginn á bráðamóttökunni stendur ljósmyndarinn og sér þau koma inn.
Jess hrópar á hjálp og segist finna fyrir því að barnið sé að koma, girðir niður sig og byrjar að þreifa fyrir sér.
Ljósmyndarinn tekur myndavélina upp og byrjar að mynda fæðinguna.
Jess biður eiginmann sinn um að grípa barnið en á sama tíma koma hjúkrunarfræðingar hlaupandi inn ganginn og hjálpa enni að leggjast niður.
Max, sonur hjónanna kemur svo í heiminn um leið og Jess leggst niður og náði ljósmyndarinn ótrúlegum myndum af öllu ferlinu sem Popsugar greindi frá.