fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Auður Ýr missti 9 kíló á 6 vikum: „Ég tók ákvörðun um að ég gæti þetta“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 5. febrúar 2018 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Ýr tók ákvörðun á milli jóla og nýjárs að árið 2018 skyldi hún ná að koma sér í sitt besta form. Það mætti því segja að árið hafi byrjað mjög vel hjá Auði þar sem hún hefur losað sig við 9 kíló á síðastliðnum 6 vikum.

Það hefur gengið heldur betur vel. Á seinustu 6 og hálfri viku hef ég náð að losa mig við 9 kíló, en ég setti mér það markmið að ná 1 kílói á viku. Fyrstu tvær vikurnar eftir jólin var greinilega mikil úthreinsun í gangi og ég missti rúmlega 1 kíló í hverri viku en núna er þetta komið á rétt ról og er ég að missa ½ til 1 kíló á viku sem er raunhæft,

segir Auður í einlægri færslu sinni á Amare.

Margir hafa spurt Auði hvernig hún fari að þessu og segist hún að besta ráðið sé að setja sér skýr markmið.

Árið 2014 var í fyrsta skipti sem ég hafði einhvern tíma sett mér markmið og virkilega náð þeim og vá hvað það var ótrúlega góð tilfinning að standa fyrir framan spegilinn og segja JÁ ég náði þessu. En það sem er númer 1,2 og 3 er að vera ekki hrædd við að segja sér markmið en það þarf líka að passa að hafa þau raunhæf. Og ekki má gleyma að vera þolinmóður, þetta hefst allt á endanum.

Mikilvægt að setja sér raunhæf markmið

Auður segist nota svokölluð S.M.A.R.T markmið þegar hún setur niður á blað hvað það er sem hún vill ná fram.

Til að útskýra í stuttu máli hvað þetta þýðir þá er stendur S fyrir skýr: Markmiðin verða að vera skýr. Til dæmis: Ég ætla að létta mig um 10 kíló, í staðin fyrir að segja bara ég ætla að léttast. M stendur fyrir mælanleg. Markmiðin verða að vera mælanleg. Til dæmis: Ég ætla að vera búin að lækka um 5 stig í fitu prósentu í apríl, en ekki ég ætla að missa fitu prósentu á þessu ári. A stendur fyrir alvöru, sem þýðir að við verðum að geta náð þeim. R stendur fyrir raunhæf, það er til dæmis ekki raunhæft að missa 20 kíló á tveimur mánuðum en það er raunhæft að missa 20 kíló á 8 mánuðum. T stendur svo fyrir tímasett, þar er hægt að setja sér til dæmis markmið að vera búin að ná að hlaupa 10 kílómetra á 55 mínútum í desember á þessu ári.

Tók ákvörðun um að hún gæti þetta

Auður segist hafa tekið alveg til í mataræði sínu, byrjað að borða minni skammta, hugsa út í það hvernig maturinn var samsettur, passa prótein inntöku, drekka nógu mikið af vatni og að velta sig ekki.

Ég tók ákvörðun um að ég gæti þetta. Mitt markmið í þessum mánuði er að hreyfa mig að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, missa 1 kíló á viku og að undirbúa allar máltíðir. Þeir sem ætla að setja sér markmið þurfa að byrja í dag og ekki gefast upp, því allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Hægt er að fylgjast með Auði og lífsstílsbreytingu hennar á eftirfarandi miðlum:

Snapchat : auduryr

Instagram: ausa88

Facebook: Auður Ýr

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.