fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Hollur, góður og ódýr núðluréttur

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 4. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er oft með Kínanúðlur í matinn, eins og við kjósum að kalla þær á mínu heimili. Þær eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega þar sem þetta er frekar ódýr matur en samt fáránlega góður og hollur-ish.

Alltaf þegar ég er með þessar núðlur í matinn rigna inn spurningar á Snapchat um það hvernig við gerum þetta (eða ég geri nú reyndar ekki neitt heldur sér Arnór alfarið um að elda þennan rétt hehe) og ég átti alltaf eftir að gera færslu um þennan rétt og finnst tilvalið að gera það núna eftir smá “bloggstíflu” undanfarið.

En ok ég ætla reyna að babbla ekki endalaust eins og vanalega og ætla koma mér að efninu:

Það sem þarf:

Núðlur – ég kaupi frá Thai choice sem fást m.a. í Bónus og finnst þær ÆÐI. Einn pakki er alveg fyrir c.a. 4 fullorðna.

Grænmeti – þetta er bara smekksatriði en við setjum alltaf tvær tegundir í réttinn, t.d. púrrulauk og papriku, papriku og sveppi eða papriku og gulrætur.

Egg – c.a. 9 stk

Hrísgrjón

Sweet chilli sósa – möst á hrísgrjónin!

Aðferð:

Taka núðlurnar úr pakkanum og skola þær með köldu vatni.

Sjóða svo núðlurnar í c.a. 10 mínútur og skola þær svo aftur með köldu vatni, láta þær svo standa (taka vatn af).

Steikja grænmetið og nokkur egg saman á pönnu (c.a. 3 stk) og krydda smá. Setja í skál og geyma til hliðar.

Setja núðlurnar á pönnuna og ágætlega af olíu og bæta eggjunum við (c.a. 6 stk). krydda núðlurnar og velta vel á pönnunni  (val á kryddi fer auðvitað eftir smekk….og jafnvel skapi). Bæta grænmetinu síðan við þegar eggin eru orðin ágætlega vel steikt. Arnór blandar svo smá sweet chilli sósu við þetta allt saman.

Sjóða hrísgrjón.

 

26993970_10155392055829422_4815311313805743715_n

27540324_10155392055679422_1516602664182209070_n

27072390_10155392055529422_6077014379184111421_n

27459343_10155392040344422_3032991633719855543_n

27067253_10155392055399422_2398457052792550482_n

 

Þetta er ekki flóknara en þetta, en mæli 1000% með að setja sweet chilli sósu út á hrísgrjónin, þetta væri ekki eins gott án hennar.

Verði ykkur að góðu! :)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.