fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Vandræðalegar kynlífssögur: Íslenskar konur leysa frá skjóðunni

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 3. febrúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest allir fullorðnir einstaklingar stunda kynlíf reglulega hvort sem það er með maka sínum eða einnar nætur gaman. Yfirleitt gengur athöfnin nokkuð vel fyrir sig en þó koma skipti þar sem gamnið getur snúist yfir í hrikalega vandræðalega stund sem fólk vill helst aldrei ræða aftur.

Bleikt hafði samband við nokkrar Íslenskar konur sem voru tilbúnar til þess að segja frá vandræðalegum atvikum sem þær hafa lent í á meðan á kynlífi stóð. Sögurnar eru ótrúlega skemmtilegar og vandræðalegar í senn. Við gefum konunum orðið:

°°

Ég endaði með manni heima eftir eitt djammið og i miðjum klíðum er ég ofan á honum og sný baki í hurðina. Labbar þá ekki mamma hans inn og fer að garga á hann hvaða stelpa þetta sé eiginlega og öskrar bara á hann. Mér hefur aldrei liðið jafn illa og þá!

°°

Ég mun ALDREI gleyma skelfingarsvipnum á átta ára stráknum mínum þegar hann labbaði inn í stofu um daginn með tárin í augunum og sagði „Pabbi, hvað ertu að gera við pjölluna hennar mömmu? Mamma, er allt í lagi? Er pabbi nokkuð vondur við þig?“ Ég hugsaði alltaf með mér að barnið mitt myndi sko ALDREI labba inn á okkur, þannig ég hef aldrei hugsað um hvað ég myndi segja ef það gerðist. Ég veit ekki enn þá hvað ég á að segja honum!

°°

Ég var niðri á kallinum þegar eldri sonur minn labbar inn. Ég þurfti að henda mér á fætur og með hann inn í herbergi án þess að snerta hann því hendurnar mínar voru…mengaðar… Ég kyssti hann ekki góða nótt þetta kvöld.

°°

Ég var einu sinni á djamminu fyrir mörgum árum. Ég var með mjög stutt hár og langaði að vera svaka pæja þetta kvöld og ákvað því að vera með hárkollu. Allavega, þegar ég var orðin vel drukkin endaði ég inn á klósetti með manni. Í öllum hamaganginum rífur hann í hárið á mér og ég gleymi sennilega aldrei svipnum a manninum. Standandi út á gólfi með buxurnar á hælunum og HÁRIÐ mitt í hendinni!

°°

Ég átti einu sinni kærasta og var í heimsókn heima hjá honum og foreldrum hans. Við vorum ein heima þannig við ákváðum nú að nýta tækifærið, gamanið byrjar og vorum inni í herberginu hans, ég er ofan á og sný að hurðinni. Allt í einu opnast hurðin og var það ekki stjúppabbi hans sem ætlaði að koma til þess að tala við hann. Skelfingar svipurinn á pabbanum og kærastinn minn snappaði og öskraði á hann að fara út á meðan hann kastaði mér af sér. Ég held að greyið kallinn hafi séð allt! Hann skellti hurðinni aftur, við heyrum hratt fótatak upp stigann, útidyrahurðinni skellt og brunað í burtu á bílnum. Ég lá í hláturskasti á gólfinu og kærastinn mjög vandræðalegur. Svona voru fyrstu kynnin hjá mér og tengdapabbanum í þessu sambandi. Fjölskyldu kvöld maturinn þetta kvöldið var mjög vandræðalegur!

°°

Við ákváðum eitt skipti að gera það þrátt fyrir að ég væri með túrtappann í en við vorum of full til þess að pæla í því. Svo næsta dag var ég að velta því fyrir mér hvort ég hafði tekið túrtappann úr en nei hann var lengst upp í leginu, ég þurfti að að troða höndunum lengst inn til þess að ná í hann!

°°

Það var eitt skipti með einum fyrrverandi kærasta þar sem við vorum á fullu yfir allt rúmið og herbergið. Við vorum með slökkt ljósin upp á blygðunarkennd fröken feimni hérna. Við kveiktum svo ljósið eftir apaleikinn og fröken feimin leið næstum út af vegna blóðflæði upp í höfuð því hún hafði byrjað á túr þarna í miðjum klíðum, og rúmfötin voru sko ekki mjög hvít lengur.

°°

Við kveiktum einu sinni í rúminu okkar í miðjum klíðum! Við vorum með kertaljós aðeins of nálægt og rúmið endaði logandi! Þegar búið var að slökkva eldinn var líka búið að slökkva í okkur!

°°

Fleiri vandræðalegar kynlífssögur birtast á morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Í gær

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.