fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Eva Lind er búin að missa 50 kíló: „Við síðustu vigtun var ég orðin 124 kíló og ég vil ekki vita hvað ég þyngdist meira eftir það“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Lind Sveinsdóttir varð ólétt árið 2015 og gekk meðgangan mjög vel þar til Eva var gengin þrjátíu vikur á leið en þá vaknar hún einn morguninn með mikla og stöðuga kviðverki.

Móðir Evu var handviss um að barnið væri að fara að koma í heiminn fyrir tímann en Eva trúði því ekki og var heima fram eftir degi.

Ég þrjóskaðist til klukkan fjögur með það að fara niður á fæðingardeild því ég vildi ekki trúa því að barnið væri að fara að fæðast,

segir Eva í viðtali við Bleikt.

Send í bráðaaðgerð

Þegar Eva kom niður á fæðingardeild var hjartsláttur barnsins í góðu lagi og ekkert benti til þess að fæðing væri yfirvofandi.

Ég fer þá í fullt af blóðprufum, fæ vökva í æð og sterk verkjalyf. Síðan er farið með mig í tölvusneiðmyndartöku og þár kemur í ljós að ég er með svona svakalega botnlangabólgu og vel sýktan botnlanga. Ég er drifin í bráðaaðgerð og hefði hún ekki mátt bíða deginum lengur. Gerður var um það bil 10 sentimetra skurður og botnlanginn tekinn. Það gekk allt eins og í sögu og alltaf værði jafn vel um litla stubbinn.

Það sem gerðist svo í kjölfar aðgerðarinnar var það að Eva neyddist til þess að vera alveg rúmliggjandi og þurfti hún hjálp við allt.

Var orðin 124 kíló

Móðir mín og barnsfaðir eiga gott hrós skilið fyrir alla hjálpina því ég þurfti hjálp við bókstaflega allt, klæða mig, sturtu, klósettið og allt. En á þessum níu vikum nældi ég mér í að lágmarki 18 auka kíló ofan á þessi 10 sem þegar voru komin á meðgöngunni. Þegar seinasta vigtunin á meðgöngunni fór fram var ég orðin 124 kíló og ég vil ekki vita hvað ég þyngdist meira eftir það.

Sonur Evu kom í heiminn 3. Mars árið 2016 og spáði hún þá lítið í líkama sínum og heilsu.

Það fór allt í að sinna honum og ofan á það fékk ég mikið fæðingarþunglyndi og sinnti sjálfri mér ekki neitt. Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá fæðingunni mældi ég mig fyrst og var ég þá 118 kíló og á næstu mánuðum hélt ég áfram að vera á milli 112 og 118 kíló. Ég spáði lítið í þessu en leið samt alltaf jafn illa og var mjög óánægð með sjálfa mig.

Ákvað að taka sig á eftir að hún sá slæmar myndir af sjálfri sér

Það var svo í nóvember sama ár þegar Eva sér myndir af sjálfri sér sem henni þótti það slæmar að hún ákvað að fara að taka sig á í mataræðinu og öllu.

Ég byrjaði hægt og minnkaði allt til að byrja með, nammi, ruslfæði, gos og þess háttar. Samband mitt og barnsföður míns var byrjað að fjara út á þessum tíma og gerðum við ekkert til þess að rækta það. Við voru orðin sjálfsagður hlutur fyrir hvoru öðru og var hann aldrei heima sem tók mikið á og ég náði aldrei almennilega að halda fókus á minni heilsu og minni líðan þannig að hlutirnir gengu frekar brösuglega þarna í um þrjá mánuði. Í byrjun mars árið 2017 rétt eftir eins árs afmæli sonar okkar tók ég ákvörðun um að enda sambandið og tel ég það hafa verið mjög góða ákvörðun fyrir okkur bæði.

Fyrst þá hafði Eva orku og heilsu til þess að einbeita sér að sjálfri sér, syni sínum og að beina hugsunum sínum í rétta átt.

Í kringum þann tíma fór ég að verða besta útgáfan af sjálfri mér, hugsað um heilsuna mína og gerði það sem ég vildi gera. Þarna fór ég að taka til í mataræðinu. Ég hætti að borða sjoppumat og gos og leyfði mér örsjaldan sælgæti, nema þá smá súkkulaðimola inn á milli til þess að svala þörfinni. Það voru engir ákveðnir nammidagar og ég fór að drekka mikið meira vatn. Það var í sjálfu sér ekki mikið sem ég gerði en um það bil 3 til 4 mánuðum síðar fór boltinn að rúlla. Það fóru sautján kíló af mér á nokkrum mánuðum og enn fleiri kíló af andlegu hliðinni. Það sem ég setti mesta áherslu á var að fá mér alltaf hafragraut á morgnanna, orkubar í milli mál, kjúkling og sætar kartöflur í hádegis mat og nánast allt sem ég borðaði var eldað frá grunni. Ég er alltaf með vatnsbrúsa á mér og drekk nóg af vatnið, ég passa mig líka á því að þótt ég misstígi mig og renni út af brautinni, missi mig í sælgæti, gosi eða ruslfæði að þá ber ég sjálfa mig ekki niður heldur hrósa mér fyrir hvað mér tókst þetta lengi og byrja svo bara upp á nýtt. Jákvætt hugarfar hjálpar svo mikið.

Greind með þunglyndi, ofsakvíða og áfallastreituröskun

Sjálf er Eva greind með þunglyndi, ofsakvíða og áfallastreituröskun og hefur alla tíð verið dugleg í því að berja sjálfa sig niður.

En eftir að ég tók til í mataræðinu líður mér svo miklu betur. Eftir áramótin síðustu tók ég enn stærra skref og er farin að mæta mun reglulegra í ræktina og að hreyfa mig. Það bætir ekki bara útlitið heldur andlegu hliðina líka. Ég er ekki enn búin að ná markmiðum mínum alveg en góðir hlutir gerast hægt og einn daginn mun ég ná þeim. Þegar ég vigtaði mig í maí í fyrra þá var ég komin niður í 86 kíló og nú er enn þá meira farið af mér, í heildina eru þetta hátt í 50 kíló sem ég hef misst síðan ég var ólétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þau fundu ástina árið 2024

Þau fundu ástina árið 2024
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United