fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024

Ragga nagli: Þrjú ráð til að gera hreyfingu að órjúfanlegum hluta af sjálfinu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. janúar 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um þrjú ráð til að gera hreyfingu að órjúfanlegum hluta af sjálfinu í eitt skipti fyrir öll.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Eins og 95% mannkyns í janúar básúnaðirðu í allra eyru eftir þrettándann að hreyfa þig meira á nýju ári.

Margir ætla að sigra heiminn og keyra sig frá núlli upp í fimm æfingar á viku áður en Vísareikningur jólanna datt inn um lúguna.

En slíkt yfirþyrmandi markmið getur orðið óyfirstíganlegt strax á fyrstu vikunni og lamar þig niður í algjört aðgerðarleysi.
Allur harðsperraður. Vonlaust að púsla deginum saman og finna tíma.
Pössun. Vinna. Börnin. Makinn. Kvöldmatur.

Hér eru þrjú ráð til að gera hreyfingu að órjúfanlegum hluta af sjálfinu í eitt skipti fyrir öll.

Gerðu hreyfinguna svo auðvelda að þú getir ekki svindlað.

Til að forma nýjar venjur er best að byrja á pínkuponsulitlum breytingum á hegðun sem heilinn getur endurtakið aftur og aftur á sjálfsstýringu. Ef þú ert í núll og nix flokknum, eru fjórar CrossFit æfingar á viku óraunhæfur byrjunarreitur, og ávísun á snemmbúna uppgjöf. Í stað þess að gera 50 armbeygjur á dag – gerðu 5 armbeygjur. Í stað þess að hlaupa í hálftíma þrisvar í viku, farðu einu sinni í 10 mínútur.
Eitthvað sem þú gerir án þess að grafa djúpt í þarmana eftir viljastyrk.

Bættu við örlítilli prósentu á hverjum degi, eða í hverri viku.

Þegar þú hefur niðurneglt litla yfirstíganlega hegðun geturðu bætt agnarögn við í hverri viku. Gerðu sjö armbeygjur næstu viku. Tíu vikuna á eftir. Bættu einni hlaupaæfingu við vikuna eða lengdu tímann á æfingunni.
Áður en snjóa leysir ertu kominn upp í nokkur skipti í viku án þess að bíta sundur tunguna í sjálfsaga.

Ætlun og framkvæmd.

Rannsóknir sýna að þú ert 2-3x líklegri að hrinda ætlunum í framkvæmd ef þú gerir áætlun um hvenær, hvar, hvernig þú ætlar að æfa. “Ég mun fara í spinning tíma klukkan tíu mánudaginn 3 janúar í World Class Laugum”. Settu það í dagatalið þitt, og láttu símann minna þig á jafnt og þétt uppað viðburðinum. Þessi aðferð stóreykur líkur á að fólk byrji að æfa reglulega.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagður ætla að rifta samningnum við Juventus

Sagður ætla að rifta samningnum við Juventus
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að konur geti ekki sinnt starfinu jafn vel og karlar: Ummælin fá hörð viðbrögð – ,,Þarft að þekkja hvað þú ert að tala um“

Segir að konur geti ekki sinnt starfinu jafn vel og karlar: Ummælin fá hörð viðbrögð – ,,Þarft að þekkja hvað þú ert að tala um“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Boxskipulagið varð Dísu Reykjavíkurdóttur ofviða – „Endaði bara eins og kaosið sem líf mitt er“

Boxskipulagið varð Dísu Reykjavíkurdóttur ofviða – „Endaði bara eins og kaosið sem líf mitt er“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Karen“ trompaðist þegar hún sá unga konu í stuttu pilsi og ákvað að grípa til sinna ráða – Sat svo sjálf eftir með sárt ennið

„Karen“ trompaðist þegar hún sá unga konu í stuttu pilsi og ákvað að grípa til sinna ráða – Sat svo sjálf eftir með sárt ennið
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.