Líður þér eins og veturinn hérna á Íslandi muni aldrei klárast? Endalaus kuldi, snjór og rok og það virðist vera alveg sama hvað þú gerir, þér er samt alltaf kalt? Þá ættir þú að kíkja á þessar myndir sem teknar voru í þorpinu Oymyakon í Síberíu þar sem frostið getur náð niður í -61°.
Þorpið er talið vera eitt það kaldasta í heiminum þar sem fólk býr og þrátt fyrir að frostmarkið fari niður fyrir -50° er samt gert ráð fyrir því að nemendur mæti í skóla og aðrir til vinnu.
Bored Panda greindi frá því að árið 1933 náðist kuldamet í þorpinu þegar mælirinn fór niður í 67,6°c.
Myndirnar segja meira heldur en þúsund orð og ættum við Íslendingar kannski að hugsa okkur tvisvar sinnum um áður en við kvörtum yfir kuldanum næst.