fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum: Annar hluti

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bleikt fékk á dögunum leyfi frá nokkrum mæðrum til þess að birta hreinskilnar og skemmtilegar sögur af börnunum þeirra. Í kjölfarið birtust enn þá fleiri skemmtilegar sögur og lá því beinast við að birta þær einnig.

Hér má því lesa fleiri dásamlega skemmtilegar sögur af íslenskum krökkum að gera það sem þau gera best:

Vera hreinskilin!

Sonur minn var að ræða við pabba sinn á Skype:

Pabbinn: Þú komst einu sinni til Svíþjóðar með mömmu og pabba en þá varstu bara í maganum a mömmu þinni!
Sonurinn: Já, þá sá ég ekki neitt og vissi bara ekkert hvert ég var að fara!

°

Einu sinni vorum við í Ikea og þar var maður í hjólastól. Fjögurra ára barnið mitt vindur sér upp að honum og spyr af hverju hann sé nú í hjólastól og útskýrir maðurinn að það sé vegna þess að hann getur ekki gengið. Barnið horfir þá á hann eins og hann sé alveg úti að aka og segir svo: Af hverju hleypurðu þá ekki?

°

Ég fór í bónus með dóttur mína sem var um 4 ára þá. Við vorum komin á kassann þegar hún þurfti að fara á klósettið. Hún vissi hvar klósettið var þannig að ég spurði hvort hún gæti farið sjálf og hún segist geta það. Það var mikill hávaði í kössunum þannig að ég hélt bara áfram að setja vörur á borðið. Þegar ég er búin að borga og er að setja vörurnar í poka heyrist í kallkerfinu: Viðskiptavinir takið eftir, Halldóra, Halldóra, dóttir þín er búin á klósettinu. Þá hafði greyið barnið setið og gólað „búin“ og ég heyrði auðvitað ekkert en einhver kona sem gekk fram hjá lét starfsfólkið vita.

°

Við mæðgur bjuggum hjá foreldrum mínum og amman fer í sturtu og er að græja sig. Krakkinn gólar: Mamma komdu, komdu og bendir svo á ömmu sína, af hverju er hún með gras þarna á pjöllunni?

°

Ég sleppti því einu sinni að raka vinkonuna í smá tíma og dóttir mín var voða forvitin í sturtu þegar hún sá þessa brodda og spurði mig út og suður um þá. Nokkrum dögum seinna kemur besti vinur pabba í smábæinn okkar. sama dag FÆR pabbi minn botnlangakast þannig að pabbi bað mig um að bjóða vini sínum út að borða á sinn kostnað svo hann væri nú ekki aðgerðarlaus þarna. Þegar við komum á veitingastaðinn spyr þjónninn: Get ég eitthvað aðstoðað ykkur? Dóttir mín segir þá mjög hátt: Ert þú með svona brún hár á pjöllunni eins og hún mamma mín?

°

Dóttir mín: Ég hlakka svo til þegar við pössum aftur í sófann okkar.
Ég: Ha?
Hún: Já við pössum ekki í hann núna því þú ert með svo stóran maga.

°

Við dóttir mín á leiðinni á bekkjarskemmtun.
Hún: Mamma, ertu ekki fegin að hafa farið í bleiku kápunni?
Ég: Af hverju?
Hún: Þá sér enginn hvað þú ert feit.

°

Sama dóttir nokkrum dögum síðar: Ég hlakka svo til þegar ég get knúsað þig aftur og svo knúsar hún mig með miklum leikrænum tilburðum, ég næ ekkert utan um þig núna.

°

Dóttur minni langaði í Dominos pizzu og ég segi að það sé ekki í boði. Hún verður fúl og segir að þegar hún verði stór ætli hún bara að borða Dominos og ekkert annað. Eldri systir hennar segir að það væri sko ekki gott né hollt því þá yrði hún bara feit. Þá spyr hún mjög alvarlega: Jafn feit og mamma?

°

Við fjölskyldan fórum í sund og það var komið að mér að taka 3 ára soninn með í klefa. Við erum að sturta okkur og græja okkur út í laug þegar ég sé krakkann standa berrassaðan við útganginn út í laug. Ég stóð allsber í sturtunni og horfði á hann bænar augum og sagði: Neeeei ekki fara! Hleypur ekki krakka ormurinn á harðaspretti út að laug og ég á pjöllunni og túttunum með bikiníið í fanginu á eftir drengnum. Ég rétt náði að grípa í hárið á honum áður en hann komst að lauginni. Þegar við komum til baka inn í klefa stóðu þar fullt af konum með vorkunnar svip.

°

Strákurinn minn var að koma úr baði og var endalaust að toga í typpið á sér svo ég sagði: Ekki toga í typpið þú togar það bara af.
Hann: Ég má toga
Ég: Nei
Hann: Mátt þú toga typpið mitt?
Ég: Nei ég má það ekki
Hann: Máttu toga typpið þitt?
Ég: Nei mamma er ekki með typpi
Hann verður mjög alvarlegur og spyr: Togaðirðu það af?

°

Við dóttir mín sitjum saman Í heita pottinum þegar hún hallar sér að mér og hvíslar: Mamma þessi maður er rosalega ljótur.
Ég: Usss maður segir ekki svona.
Hún: Já en mamma hann er það!

°

Sonur minn datt og slasaði sig og ég fór með hann upp á bráðamóttöku í Fossvoginum. Á biðstofunni var eldri kona í hjólastól og ég leit af barninu í 2 mínútur til þess að tala við konuna í afgreiðslunni. Þá heyri ég fyrir aftan mig: Nei nei elsku vinur, ég þarf líka að bíða hér! Ég sneri mér við var þá krakkaormurinn ekki farinn af stað út með konuna!

°

Ég og vinkona mín vorum í vefnaðarvöruverslun og þá 2 ára gömul dóttir mín var með okkur. Hún var að leika sér í barnahorninu og við skiptumst á að kíkja á hana. Allt í einu hrópar vinkona mín: Uuuu hún kúkaði á gólfið! Þá hafði hún bara gyrt niðrum sig og kúkað á gólfið. Eina skiptið sem ég hef verið ánægð með harðlífi!

°

Við mæðgur vorum að keyra þegar hún var 4 ára.
Dóttir: Mamma hvað er þessi að gera?
Ég: Ég veit ekki.
Dóttir: Ókey hvað er þarna?
Ég: Ég veit það ekki.
Dóttir: Hvað ætli sé í þessum húsum?
Ég: Ég veit það ekki alveg.
Dóttir: Nei, þú veist ekki mikið ég spyr bara pabba.

°

Yngsta mín misskildi alla texta en hún var svo þrjósk að hún var föst á því að sitt svari væri rétt. Þannig söng hún mörg lög vitlaust eins og til dæmis: Höfuð, herðatré og tær, í stað höfuð, herðar, hné og tær. En það besta var samt fingralagið en hún söng þumalfingur hvar ert þú, vísifingur og svo koll af kolli þar til koma að litli fingri en þá söng hún alltaf: Vitlisingur, vitlisingur hvar ert þú.

°

Dóttir mín sagði alltaf þegar ég var að fara með bænirnar með henni: Getum við núna farið með bænina um vorið? Ha segi ég, hvaða bæn er nú það ? Þá segir hún: Æj þú veist þarna, það er vor þú sem ert á himnum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær að eyða jóladegi með konu sinni og börnum þrátt fyrir harðar skilnaðardeilur í kjölfar ítrekaðs framhjáhalds

Fær að eyða jóladegi með konu sinni og börnum þrátt fyrir harðar skilnaðardeilur í kjölfar ítrekaðs framhjáhalds
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“