fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024

Þeir sem eiga erfitt með að fara á fætur á morgnana eru líklega gáfaðri en hinir

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttu erfitt með að vakna morgnana? Finnst þér gott – jafnvel nauðsynlegt – að ýta að minnsta kosti einu sinni á „snooze“-takkann á símanum? Ekki hafa áhyggjur, þú ert líklega gáfaðri, hamingjusamari og meira skapandi en sá sem stökk fram úr í morgun.

Þetta er að minnsta kosti niðurstaða breskrar rannsóknar sem skoðaði þá sem hafa tilhneigingu til að daðra við snooze-takkann á morgnana. Hingað til hafa þeir sem eiga erfitt með að fara á fætur verið stimplaðir sem latir og óagaðir, en ekki lengur ef marka má niðurstöður þeirra Satoshi Kanazawa og Kaja Perina.

Í rannsókn þeirra Kanazawa og Perina við University of Southampton skoðuðu þau svefnmynstur 1.229 karla og kvenna. Í frétt Yahoo News, sem fjallar um niðurstöðurnar, kemur fram að vísbendingar hafi komið fram um að þeir sem eiga það til að sofa lengur á morgnana séu gáfaðri en aðrir.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar benda þau á að svefnmynstur mannskeppnunnar hafi í raun lítið breyst á undanförnum öldum og árþúsundum; það hafi alla tíð hentað manninum vel að leggjast til svefns snemma á kvöldin og vakna snemma á morgnana og enn þann dag í dag séum við eins og forfeður okkar hvað það varðar.

En í niðurstöðunum er bent á að þeir sem eiga erfitt með að vakna á morgnana og dragi það eins lengi og þeir geta séu í raun að sýna aðlögunarhæfni sína í nútímasamfélagi. Þessir einstaklingar geti aðlagast breyttum aðstæðum og hlustað á líkamsklukku sína í stað þess að fara eftir fyrirfram mótuðum hugmyndum um svefnmynstur. Þetta sýni í raun ekki bara aðlögunarhæfni heldur einnig innsæi auk þess að varpa ljósi á hæfileikann til að fara óhefðbundnar leiðir og elta eigin drauma. Að þessu leyti séu þessir einstaklingar meira skapandi og sjálfstæðari en aðrir.

Sitt sýnist hverjum um þessa niðurstöðu og velta eflaust einhverjir fyrir sér hvort verið sé að draga fullmiklar ályktanir. Áður hafa rannsóknir sýnt að þeir sem verja löngum stundum í rúminu, eða allt að 12 tímum á dag, séu í meiri hættu en aðrir að deyja ótímabærum dauðdaga. Í þessu, eins og svo mörgu öðru, gildir líklega hinn gullni meðalvegur.

Birtist fyrst í DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Það versta síðan Sir Alex Ferguson var nýtekinn við

Það versta síðan Sir Alex Ferguson var nýtekinn við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Keypti þjónustu vændiskonu og hefði getað komist upp með það – Gerði hins vegar þessi mistök

Keypti þjónustu vændiskonu og hefði getað komist upp með það – Gerði hins vegar þessi mistök
433Sport
Í gær

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.