fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Ebba hefur alla sína tíð verið í megrun: „Að vera feitur var ógeð“

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 21. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ebba Sig hefur alla sína tíð verið í megrun, ekki vegna þess að móðir hennar hvatti hana til þess heldur einungis vegna þess að hún sá aldrei neinar konur í sjónvarpi, kvikmyndum eða tímaritum sem ekki voru grannar.

Allir sem ég þekkti voru að reyna að grennast af því að markmiðið var að vera grannur. Að vera feitur var ógeð.

Segir Ebba í einlægum pistli á Facebook.

Ebba segist hafa prófað alla megrunarkúrana í bókinni nema að sauma saman á sér munninn til þess að geta ekki borðað.

Einu sinni missti ég 30 kíló og fólk kom fram við mig eins og ég hefði fundið lækningu á krabbameini. Það spurði hvort mér liði ekki vel, hvort mér væri ekki létt og sagði mér að ég væri hetja.

Ebba segir þó að henni hafi ekki liðið vel. Hún hafi einungis verið að fylgja einhverri brenglaðri megrun sem hún náði svo ekki að halda sér við og hafi að lokum bætt öllu á sig aftur.

 Í fyrra ákvað ég að hætta að fara í megrun. Ég gat það í nokkra mánuði en byrjaði samt aftur. En núna er ég bara hætt. Ég get ekki meir. Ég elska sjálfa mig of mikil til þess að kvelja mig svona stanslaust.

Ebba segir að í dag sé hún í stærð 20 og hefur aldrei verið hamingjusamari.

Mér líður sjúklega vel en ég er ekki að setja út á fólk sem hreyfir sig og borðar mjög hollt eða er á einhverjum kúr. Heldur bara að biðja fólk um að leyfa okkur sem erum feit að vera það í friði laus við fordóma. Ég er ekki þunglynd, ég er ekki óhamingjusöm og ég er ekki veik. Ég er bara feit. Og ég er ógeðslega flott og fierce.

Ebba segist styðja konur eins og Töru Margréti, Tess Holiday og Ashley Graham sem brjóta staðalímyndir.

Þær hefðu verið fullkomnar fyrirmyndir fyrir 10 ára Ebbu þegar hún reyndi allt til að verða jafn mjó og Jennifer Aniston. Þær eru það allavega núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.