Um er að ræða viðburð sem hefur ferðast um allan heim og verður nú á Íslandi í fyrsta sinn. Þemað er fyrsta reynslan. Sannar og skemmtilegar sögur af kynlífsævintýrum.
Gestum er boðið að skrá sig til leiks og deila sinni fyrstu kynlífsreynslu á fimm mínútum undir styrkri handleiðslu Cameryn Moore, sem er kynlífsfræðingur og kynlífs aktívisti, verðlaunað leikskáld/leikkona og fyrrum símavændisdama.
Fimm gestastjörnudómarar, þau Atli Demantur, Bylgja Babýlon, Gerður Arinbjarnardóttir, Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy, munu einnig deila sinni sögu.
Ef þú vilt ekki deila þinni sögu, ekkert mál, áhorfendur munu skemmta sér líka.
Ef þú átt þér ástarlíf, eða ert að vinna í að eignast slíkt, þá er þetta akkúrat fyrir þig!
SMUT SLAM er á fimmtudag 18. janúar. Kl. 20 á Gauknum, Tryggvagötu 22 og það er 18 ára aldurstakmark.
MIKILVÆGT: SMUT SLAM er queer-, kink-, vanilla-, virgin-friendly, poly-vinaleg … við erum bara mjög mjög vinaleg. Við bjóðum fólk velkomið eins og það kemur til dyranna, sama hversu mikla eða litla reynslu þau hafa af hinu kynlega kynlífi sem allir eru að tala svona mikið um.
Við bjóðum EKKI velkomnar sögur sem fela í sér eða snúast um rasisma, kvenfyrirlitningu, fordóma gegn samkynhneigð eða hverskyns hneigð.