fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025

Sjónvarpsmynd í vinnslu um samband Harry og Meghan

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Harry Bretaprins og Meghan Markle geta glaðst yfir nýjustu fréttum, en Lifetime mun vera að vinna að sjónvarpsmynd um ástir þeirra, sem ber titilinn Harry & Meghan: The Royal Love Story eða Harry og Meghan: Konungleg ástarsaga.

Myndin mun fjalla um samband þeirra og ástarsögu allt frá því að sameiginlegur vinur kynnti þau þar til þau trúlofuðu sig í nóvember 2017. Myndin mun einnig skoða líf Meghan sem fráskilin bandarísk leikkona.

Prufur standa yfir í hlutverk myndarinnar og enginn sýningardagur hefur verið gefinn upp. Lifetime sýndi hinsvegar myndina William & Kate: The Movie 11 dögum áður en þau giftu sig, þannig að væntanlega mun myndin um Harry og Meghan verða sýnd í maí næstkomandi.

 

Harry og Meghan munu ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi í St. George´s kappellu við Windsor kastalann. Trúlofunarmyndir þeirra gefa til kynna hvaða stíl Meghan hefur og hvernig brúðarkjól hún gæti valið, en aðdáendur parsins eru mjög áhugasamir um kjólinn. Samkvæmt heimildum hafa nokkrir tískuhönnuðir verið fengnir til að teikna brúðarkjóla handa Meghan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Snædís Ósk var í lífshættu vegna átröskunar – „Ég fékk að vita að þetta væri mögulega síðasta helgin mín á lífi“

Snædís Ósk var í lífshættu vegna átröskunar – „Ég fékk að vita að þetta væri mögulega síðasta helgin mín á lífi“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hinn efnilegi Alexander skrifaði undir þriggja ára samning í Vesturbænum

Hinn efnilegi Alexander skrifaði undir þriggja ára samning í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Kennari myrti átta ára nemanda sinn

Kennari myrti átta ára nemanda sinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.