fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Naut

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Nautið 20. apríl – 20. maí.

Naut
Kæra naut, byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Það hafa orðið miklar breytingar á lífi þínu. Spilið sem þú færð hér heitir Hjólið og er táknmynd orkumikils lífs og rúllar áfram þar sem uppskera og ný tækifæri birtast. Þetta er tímabil þar sem þú hefur komið áætlunum þínum í framkvæmd og frestun heyrir fortíðinni til. Þú tókst mörg góð skref fram á við á árinu.
Þrátt fyrir að breytingar geti valdið manni áhyggjum, þá verður þú að vita að alheimurinn vill að nautið finni hamingjuna. Ófyrirsjáanlegir hlutir eru til þess að stýra þér í nýja átt sem mun aftur gefa þér meiri gleði og fyllingu í lífinu. Ef þú upplifir einhverja óákveðni, þá skaltu biðja alheiminn um ótvíræð skilaboð um hvert þú eigir að stefna. Þetta þýðir ný byrjun fyrir þig. Það er óhætt að vera með ákveðna bjartsýni gagnvart framtíðinni og góðir aðlögunarhæfileikar þínir munu reynast þér vel á þessum tíma.

Það sem er í gangi núna þarfnast fullrar og einbeittrar athygli af þinni hálfu – og á meðan getur þú ekki verið að fókusera á annað. En staðreyndin er samt örugglega sú að þú getur ekki beðið eftir að byrja. Hugsaðu málið vel og svo skaltu hefjast handa, með hraða og öryggi. Þú verður ekki í neinum vafa um hvaða leið þú átt að fara, því ástríða þín mun leiða þig áfram.

Þér er lýst sem manneskju sem hefur mikið sjálfsöryggi og ert tilbúin í næsta ævintýri. Þú ert traust manneskja sem gefur mikið af þér. Kjarkmikil og full af eldmóði, sjarmerandi og hvatvís. Þú tekur að þér allskyns verkefni og gætir tekið að þér sjálfboðaliðastörf eða annað þar sem kærleikur og virðing fyrir manneskjunni er í forgrunni. Hvað sem öllum verkefnum líður þá hefur þú alla jafnan mikla ástríðu fyrir lífinu – þarft bara að passa að hlaða ekki of miklu á þig. Öll hreyfing gerir þér gott, ert í eðli þínu íþróttamanneskja og ákveðin að komast þangað sem þú ætlar þér.

Þegar árið framundan er skoðað þá er það fyrsta sem kemur upp að þarna fer manneskja með mikinn viljastyrk. Það má vel vera að þú upplifir óöryggi varðandi einhverjar aðstæður í lífi þínu, en það er ekkert að óttast. Spilið er sent til þín sem staðfesting á að þú hefur það sem þarf í þetta verkefni. Þú þarft að stíga út fyrir þægindahringinn og taka skrefin áfram með gleði og öryggi sem ferðafélaga.

Það má vel vera að þú þurfir að stökkva út í djúpu laugina en með jafnvægi, öryggi, sjálfsstjórn og mikilli vinnu þá mun þér takast það sem þú ætlar þér. Þú munt fá viðurkenningu fyrir störf þín og verða þekkt af góðum verkum. Þú átt að leyfa þér að vera stolt kæra naut, af öllu því sem þú hefur gert og hvert þú ert komin!

Stöðuhækkun eða breyting á starfi er líklegra en ekki á árinu. Þú þarft að vera iðin á sama tíma og þú þarft að halda í jafnvægið þitt. Þú þarft líka að skoða markmiðin þín, þú ætlar þér margt og þarft að halda ró þinni ef eða þegar markmiðin skarast. Stundum þarf eitthvað að víkja tímabundið.

Kæra naut, þú veist að þú getur allt sem þú ætlar þér. Áfram nú!!

Kærleikskveðja frá mér!
Anna Lóa

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sancho gerir stuðningsmenn United brjálaða – Skrifaði þessi ummæli undir færslu Rashford

Sancho gerir stuðningsmenn United brjálaða – Skrifaði þessi ummæli undir færslu Rashford
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ummæli Flick vekja athygli: ,,Tæknilegar ástæður fyrir því að hann var ekki með“

Ummæli Flick vekja athygli: ,,Tæknilegar ástæður fyrir því að hann var ekki með“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.