fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Vatnsberinn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. janúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Vatnsberann 20. janúar – 18. febrúar.

Vatnsberi
Kæri vatnsberi, byrjum á því að skoða liðið ár. Þú hefur haft áhyggjur af einhverju á fyrri hluta ársins en komist svo að því að áhyggjur þínar voru óþarfar. Þú átt það svolítið til að spila það versta sem gæti mögulega gerst, aftur og aftur í hausnum á þér, þrátt fyrir að þú vitir að það komi örugglega ekki til með að gerast. Þetta er ákveðin sjálfspíning sem þú verður að skoða. Nú best væri ef þú mundir bara hætta henni alveg og beina hugsunum þínum í jákvæðari farveg.

Það má vel vera að það sé margt sem þú hefðir viljað að færi öðruvísi á árinu en slepptu öllum tilfinningum um eftirsjá, samviskubit og kvíða. Kannski ertu búinn að ofhugsa einhverja hluti og þá er gott að tala við góðan vin sem kemur með hlutlaust mat á aðstæðum – það getur verið gott að fá lánaða dómgreind. Það er rétt eins og þú hafir farið í gegnum tímabil þar sem óregla var á svefni og ruglingslegir draumar hjálpuðu ekki til. Vonandi er þetta komið í lag en þú þarft alltaf að vera fókuseraður kæri vatnsberi á það sem þú vilt að gerist og finna leiðir til að gera það sem þú vilt/þarft að gera í stað þess að vera með óþarfa áhyggjur. Þú veist þetta allt, þarft bara að fara eftir því.

Það sem er í gangi núna er nokkuð magnað. Þú getur upplifað frelsi á þessum tímapunkti!! Það má vera að þér líði eins og þú sért fastur í aðstæðum en það er eflaust bara þín tilfinning eða ímyndun. Það sem þú þarft að gera er að horfast í augu við óttann og opna augun þín fyrir tækifærunum þarna úti. Það má vera að þú óttist að taka skrefin í átt að frelsi en líklega er það vegna þess að þig vantar öryggi. Mundu að öryggið kemur með framkvæmdinni, ekki fyrirfram. Þú þarft kjark til að taka skrefin en það er ekkert langt í að þú áttir þig á því að þú ert mun sterkari en þig grunar.

Kæri vatnsberi, nú þýðir ekkert að fresta lengur. Þú skalt skuldbinda þig í þessar breytingar og hafa trú á því að þú getur tekist á við skrefin áfram. Vertu á verði hvenær þú missir öryggið og hvað þú getur gert til að ná í það aftur. Vertu góður við þig og hættu að refsa þér og þá ferðu að sjá hlutina í réttu ljósi.

Árið framundan er spennandi. Hér færðu eitt af stóru spilunum – sem þýðir alltaf miklar umbreytingar í lífi fólks. Það er verið að hvetja þig til að vera meira skapandi. Þýðir ekki bara varðandi listræna þætti heldur að nýta nærandi innsæi þitt, til að skapa og koma á framfæri fallegum og ótrúlegum hlutum. Hugsaðu um þetta spil sem táknmynd móður náttúru, keisaraynju sköpunarmáttar. Áætlanir þínar munu blómstra og þróast svo framarlega sem þú gefur þeim alla þína athygli og kærleika. Þig vantar einhver skapandi verkefni í líf þitt – leyfðu þér að gera það sem þig langar til að gera. Þetta gæti átt við áhugamál þín – það vantar bara smá meiri lit í líf þitt því þú þolir ekki of mikinn hversdagsleika. Áhuginn þinn á fallegum lúxushlutum mun skila sér á þessum tíma. Áhyggjur varðandi líkamlega eða andlega heilsu munu hverfa. Þú hefur einstaka hæfileika á að næra aðra, en ekki gleyma að hugsa vel um sjálfan þig.

Ef þú ert að hugsa um samskipti, fjölskyldu eða börn þá mun allt ganga vel á þeim vettvangi. Starfsferillinn mun líka ganga vel en ekki drekkja þér í vinnu. Þetta er tíminn til að taka skrefin áfram í átt að smá skemmtilegra lífi. Kæri vatnsberi, þú munt uppskera svo framarlega sem þú sýnir ákveðni í að klára hlutina.
Kæri vatnsberi, hugsa minna og gera meira ætti að vera mottóið þitt fyrir árið 2018!!

Kærleikskveðja frá mér!
Anna Lóa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.