fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Steingeitin

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. janúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Steingeitina 22. desember – 19. janúar.

Steingeit
Kæra steingeit, byrjum á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Heilt á litið virðist þú hafa tekið vel á þeim þáttum sem voru að trufla líf þitt. Aðstæður sem ollu þér streitu og áhyggjum eru nú að baki. Ný dögun í sjónmáli með sól á himni þegar þú sleppir taki á fortíðinni. Þú getur andað léttar, og farið að undirbúa nýja hluti. Þú átt eftir að sjá hlutina á hlutlægari hátt þegar fram líða stundir. Þú átt líka eftir að upplifa meiri jákvæðni gagnvart þessum áskorunum þegar þú horfir til baka. Mundu, það er ekkert að því að biðja um hjálp við að koma á þeim breytingum sem þú þráir. Ekki ólíklegt að þú hafir ferðast meira en þú gerðir ráð fyrir eða tekist á við flutninga á árinu.

Það sem er í gangi hjá þér núna er mjög jákvætt – já nánast eins og það glitti í regnboga sem er ætlaður þér. En þetta gerist ekki að sjálfu sér, eins og þú veist best sjálf kæra steingeit þá ertu búin að leggja mikið á þig og nú er tími til að njóta lífsins. Þú hefur sýnt skynsemi og farið varlega í vali þínu í lífinu. Þú hefur treyst mikið á sjálfa þig og það hefur borgað sig. En nú hefur þú unnið þér inn hvíld og slökun og það er mikilvægt að þú leyfir þér slíkt. Þér finnst gott að eiga stundum tíma út af fyrir þig og upplifir það sem góðar og gefandi stundir. Steingeitinni finnst gott að vera ein með hugsunum sínum og hleður sig þannig andlega og líkamlega. Rétt eins og þú náir einhverri ró og innri vellíðan þegar þú færð tækifæri til að vera ein og átt að leyfa þér það. Gæti verið að þetta væri góður tími til að þróa andlegu hliðina í lífi þínu. Þetta er líka tími þar sem þú kannt að meta fallega hluti og tekur heimilið þitt í gegn. Til að taka þetta saman þá er þetta er einmitt tími til að vera þakklátur fyrir fallegu hlutina í lífi þínu.

Framundan er eitthvað nýtt og spennandi. Tilfinningar þínar geta verið svo upplýsandi!! Skilaboðin sem þú færð hér hafa með tilfinningar þínar að gera og áhrif þeirra á líf þitt. Það er eitthvað sem gerir það að verkum að þú upplifir nýjar og spennandi tilfinningar. Nýtt verkefni sem á hug þinn allan gerir það að verkum að þér finnst þú vera í meiri tengslum við þig. Þetta getur líka átt við einhverja manneskju sem kemur inn í líf þitt og hreyfir mikið við þér. Hrein og bein tjáskipti skipta alltaf miklu máli og það má vera að þú sért þegar í miklum samskiptum við þessa manneskju sem þarfnast smá skoðunar.

Það er einhver manneskja þarna í kringum þig sem er mjög hlý og opin með tilfinningar sínar. Þrátt fyrir að vera tilfinningalega opin gæti þessi manneskja á sama tíma verið feimin í ákveðnum aðstæðum. Þetta er manneskja sem lætur sig dreyma, er skapandi og skemmtileg en viðkvæm á stundum. Hum erum við kannski að lýsa þér – eða hvað?

Félagsleg virkni verður meiri seinni hluta ársins. Á þeim tíma færðu líka einhverjar upplýsingar sem reynast þér mikilvægar. Taktu eftir því sem er að gerast í kringum þig.

Kærleikskveðja frá mér kæra steingeit – mundu að leyfa þér að njóta lífsins!

Anna Lóa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.