fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Hrútur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. janúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Hrút 21. mars – 19. apríl.

Hrútur
Kærir hrútur, byrjum á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Þú ert búin að taka góðar ákvarðanir og skipið er á leið í höfn. Á meðan þú bíður eftir að það leggist að bryggju getur verið gott fyrir þig að huga að næstu skrefum. Það getur verið gott að gera langtíma markmið – hvert er næsta ævintýrið þitt? Hvað þarftu að gera til að ná þangað sem þú vilt eða að láta ævintýrin þín rætast? Það getur verið að þú þurfir að ferðast vegna vinnunnar. Skoðaðu alla möguleika á sama tíma og þú heldur ákefðinni við.

Allt sem þú hefur gert fram að þessu mun koma þér að góðum notum, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Það tekur einhvern tíma að fá fjárhagslega til baka það sem þú hefur lagt inn en vertu þolinmóður kæri hrútur. Nú þarftu að hafa sjálfstraustið í lagi – þetta verður allt í lagi. Á þessu tímabili í lífi þínu þarftu að virkja seigluna. Nú máttu ekki gefast upp. Þú þarft að vera ákveðinn og kjarkmikil á þessu tímapunkti í lífi þínu – já aldrei meira en núna. Þú ert búinn að ná svo langt og verkin þín eru bæði mikilvæg og verðmæt. Þú þarft að standa með sjálfum þér og vernda það sem þú hefur skapað. Þú skalt búa þig undir að allt geti gerst! Þú ert búin að sanna þig, staðan þín er örugg svo framarlega sem þú trúir á sjálfa þig og heldur í sjálfstraustið. Það má vera að þú sért þreyttur kæri hrútur en þetta er síðasta áskorunin áður en uppskeran kemur í hús. Haltu þig við áætlanir þínar. Ef þú hefur verið veikur þá hefur þú orkuna til að hrista það af þér. Hugaðu vel að þér, umhverfi þínu og mataræði.

Árið framundan kallar fram allskonar tilfinningar. Þú horfir til baka og yljar þér við góðar minningar og sérð allt sem þú hefur áorkað. Reynsla úr barnæsku flæða yfir þig um leið og þú tekst á við áskoranir nútíðar. Smá nostalgíukast í gangi. Það geta komið inn í líf þitt á þessum tíma gamlir vinir eða rómantískir félagar. Einhver sem þú hittir gæti orðið náin og góður vinur, nánast við fyrstu kynni. Þá getur verið að þú náir sáttum við einhvern sem var þér áður kær vinur eða félagi en þið ekki verið í samskiptum í einhvern tíma.

Það eru eins og það séu einhver djúpstæð mál sem eru að halda aftur af þér. Þú þarft að passa að sjá ekki fortíðina á bleikrauðu skýi – það voru líka ýmis vandamál þar en tíminn deyfir og minnkar þau í minningunni. Leyfðu þér að þykja vænt um þig og allt sem þú hefur áorkað – þannig hefur þú meira að gefa öðrum. Þú ert að ljúka við ákveðið tímabil en önnur og spennandi verkefni bíða þín.

Kæri hrútur, við þurfum að loka ákveðnum köflum í lífi okkar til að taka á móti nýjum. Þú ert búinn með þetta verkefni og gefðu nú rými fyrir það sem er á leið til þín.

Kærleikskveðja frá mér!
Anna Lóa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.