Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers var kynnir hátíðarinnar sem fór fram á Beverly Hilton-hótelinu í Los Angeles. Verðlaun voru veitt í 25 flokkum kvikmynda og sjónvarpsefnis.
Kvikmyndin The Shape of Water fékk flestar tilnefningar, sjö talsins. Þar á meðal fyrir besta handrit og bestu leikstjórn. Kvikmyndin The Post fékk sex tilnefningar. Þar á meðal sem besta myndin í flokki dramatískra kvikmynda og bestu leikstjórn. Þættirnir Big Little Lies fengu flestar tilnefningar hvað sjónvarpsefni varðar, sex talsins.
Sigurvegarar kvöldsins eru kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk fjögur verðlaun af sex tilnefndum og sjónvarpsþáttaröðin Big Little Lies sem fékk fjögur verðlaun af sex tilnefndum. Three Billboards Outside Ebbing, Missouri byrjar í sýningum 19. janúar næstkomandi í Smárabíói.
Vinningshafar eru…..
Besta kvikmynd, drama: Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Besta leikkona í kvikmynd, drama: Frances McDormand, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Besti leikari í kvikmynd, drama: Gary Oldman, Darkest Hour
Besta kvikmynd, söngleikur eða gamanmynd : Lady Bird
Besta leikkona í söngleik eða gamanmynd: Saoirse Ronan, Lady Bird
Besta sjónvarpsmynd eða stuttsería í sjónvarpi: Big Little Lies
Besti leikstjóri: Guillermo del Toro, The Shape of Water
Besti leikari í gamanþáttum: Aziz Ansari, Master of None
Besta gamanþáttasería: The Marvelous Mrs. Maisel
Besti leikari í sjónvarpsmynd eða stuttseríu: Ewan McGregor, Fargo
Besta erlenda mynd: In the Fade
Besta kvikmyndahandrit: Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Besta meðleikkona í kvikmynd: Allison Janney, I, Tonya
Besta teiknimynd: Coco
Besta meðleikkona í sjónvarpsmynd eða stuttseríu: Laura Dern, Big Little Lies
Besti leikari í söngleik eða gamanmynd: James Franco, The Disaster Artist
Besta frumsamda lag í kvikmynd: This Is Me, The Greatest Showman
Besta frumsamda kvikmyndatónlist: The Shape of Water
Besti meðleikari í sjónvarpsmynd eða stuttseríu: Alexander Skarsgård, Big Little Lies
Besta sjónvarpssería, drama: The Handmaid’s Tale
Besti leikari í sjónvarpsþætti, drama: Sterling K. Brown, This is Us
Besta leikkona í sjónvarpsþáttum, drama: Elisabeth Moss, The Handmaid’s Tale
Besta leikkona í gamanþáttum: Rachel Brosnahan, The Marvelous Mrs. Maisel
Besti meðleikari í kvikmynd: Sam Rockwell, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Besta leikkona í sjónvarpsmynd eða stuttseríu: Nicole Kidman, Big Little Lies