Það er Guðjón Davíð Karlsson, Gói, sem semur söngleikinn sem gerist í litlu byggðarlagi á Íslandi. Þegar framsækinn draumóramaður mætir á svæðið með nýja sirkusinn sinn, ásamt fjölskyldu sinni og litríkum hópi sirkuslistafólks, hleypur nýtt blóð í leikfélagið á staðnum. Nú er loksins komið almennilegt tækifæri til að láta ljós sitt skína og slá ærlega í gegn!
Útkoman er bráðfyndin, glæsileg og æsispennandi sýning þar sem við sögu koma séra Baddi hnífakastari (Siggi Sigurjóns), skeggjaða konan (Edda Björgvins), Frímann flugkappi (Stefán Karl) og fleiri stórskemmtilegar persónur. Slá í gegn er instaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Leikhópurinn skellti sér í Háskólabíó á dögunum til að sjá myndina The Greatest Showman, en myndin er einmitt söngleikur sem segir ótrúlega sögu P.T. Barnum og hvernig sýn hans á afþreyingu varð upphafið að skemmtanabransanum eins og við þekkjum hann í dag. Hópurinn skemmti sér konunglega á sýningunni sem gaf tóninn fyrir undirbúning næstu vikna.
Frekari upplýsingar um Slá í gegn söngleikinn má finna hér.