fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Meghan vill að móðir hennar leiði hana að altarinu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildir herma að Meghan Markle vilji að móðir hennar, Doria Ragland, leiði hana upp að altarinu, þegar Meghan gengur að eiga Harry Bretaprins í maí.

„Þetta væri falleg stund,“ segir heimildarmaður við Us Weekly.

Þó að þetta hafi ekki fengist staðfest, þá er ljóst að ef að verður, er það undantekning frá reglunni þegar kemur að brúðkaupum konungsfjölskyldunnar í Bretlandi.  Harry og Meghan eru að breyta til og setja sinn eigin svip á athöfnina, „þó að þau virði hefðir og skoðanir þeirra sem eldri eru, þá er þetta dagurinn þeirra og snýst um hvað þau vilja gera. Það verður örugglega eitthvað óvænt sem mun gerast. Ekki gera ráð fyrir hefðbundnu konunglegu brúðkaupi frá A til Ö. Þau vilja að vinir þeirra og fjölskylda taki eins mikinn þátt og hægt er.“

„Ást þeirra er nútímaleg og ég held að allir í Kensingtonhöll séu spenntir vegna þess.“

Harry hefur varið töluverðum tíma með móður Meghan og bað hana um hönd Meghan. „Hún er stórkostleg,“ sagði hann um tilvonandi tengdamóður sína í fyrsta viðtali hans með Meghan. Þar sagði hann einnig að hann hefði nokkrum sinnum talað við föður Meghan, en væri ekki búinn að hitta hann.

Faðir Meghan, Thomas Markle, hefur lýst yfir áhuga á að leiða dótturina að altarinu. Meghan var alin upp af báðum foreldrum hennar í Los Angeles, en þau skildu þegar hún var sex ára. Eftir skilnaðinn ólst hún hjá móður sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.