Prins Georg, fjögurra ára, mætti í skólann í gær í fyrsta sinn og þó að hann sé konungborinn þá virtist hann jafn spenntur, stressaður og feiminn og önnur börn á sínum fyrsta skóladegi.
Faðir hans, William hertoginn af Cambridge, fylgdi honum í skólann. Móðir hans, Katrín hertogaynja af Cambridge, var fofölluð, en hún er ófrísk af sínu þriðja barni og glímir við sjúklega morgunógleði.
Það var skólastýran sem tók á móti þeim feðgum, en Georg stundar nám í Thomas’s Battersea, sem er stutt frá heimili hans í Kensington höll.
Georg mun verða eins og hver annar nemandi í skólanum og verður ekki ávarpaður af samnemendum sínum sem hans konunglega hátign. Í skólanum verður hann einfaldlega Georg og með eftirnafnið Cambridge. Merkingin á skólastöskunni hans staðfestir það.