Auglýsing Berlei í Ástralíu sýnir fjölbreyttan hóp kvenna klæða sig í og úr brjóstahöldurum og það strögl og vesen sem fylgir stundum (oft?) þessari hverdagslegu athöfn.
Sársaukafull ummerki eftir vír og fleira eru sýnd í auglýsingunni, sem margar konur kannast við.
Með auglýsingunni kynnir Berlei nýjan brjóstahaldara „Womankind“ á markað, brjóstahaldara sem virðist þægilegur og veldur ekki verkjum og ummerkjum í lok dags.
Fréttastöðin news.com/au skýrði frá því að Facebook hefði bannað auglýsinguna, sem er 45 sekúndur á þeim grundvelli að hún „gæti móðgað samfélagið.“
Facebook hefur þá stefnu að leyfa ekki auglýsingar sem leggja áherslu á einn líkamshluta frekar en annan og auglýsingin hafi verið bönnuð „þar sem hún sýnir nekt, með áherslu á skoppandi brjóst og nærmyndir.“
Berlei telur hinsvegar að auglýsingin hafi verið bönnuð af öðrum ástæðum. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir: „Auglýsingin sýnir þann veruleika sem fjöldi kvenna glímir við daglega á hreinskilinn og raunverulegan máta. Líkt og brjóstahaldarinn sjálfur, þá var auglýsingin gerð til að hugsa vel um og fjárfesta í sjálfum sér.“
Notendur á Twitter hafa einnig lýst furðu sinni á banninu og Berlei hefur sent formlega kvörtun vegna bannsins.