fbpx
Föstudagur 14.mars 2025

Tinna er hagkvæmur úlpuperri sem elskar ketti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. september 2017 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna er bloggari hjá Fagurkerum, ferðamálafræðingur og mamma. Hennar helstu áhugamál eru að njóta lífsins með fjölskyldunni, ferðast, hitta vinkonur og að snappa, en Tinna hefur leyft þúsundum manna að fylgjast með sér á Snapchat um þó nokkurt skeið og hafa fylgjendur hennar fengið að ganga með henni í gegnum ýmislegt og má þar nefna brúðkaupsveislu hennar sem og andlát föður hennar. En Tinna tók þá ákvörðun að leyna engu varðandi þá erfiðleika sem hún var að ganga í gegnum.

Við hjá Bleikt fengum Tinnu til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum:

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Ákveðin, samviskusöm, skipulögð, dugleg & fljótfær.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Á það til að mála skrattann of fljótt á vegginn.

Áttu þér mottó í lífinu?

Lífið er núna.

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Svartur, kósý, þægilegur, hagkvæmur & úlpaður.

Hvað er best við haustið?

Ég er úlpuperri þannig að loksins get ég farið að vera í úlpu aftur þegar haustið kemur!

Hvern dreymir þig um að hitta?

Látna ástvini.

Uppáhaldsbók?

Ég les ekki bækur þannig að ég ætla að segja Andrés Önd.

Hver er þín fyrirmynd?

Mamma.

Ef þú ættir þrjár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það?

Hmmm. Myndi kaupa bíl svo við ættum tvo, fara svo með fjölskylduna í tveggja vikna utanlandsferð & vonandi yrði svo smá afgangur til að geta sett í sjóð.

Twitter eða Facebook?

Klárlega Facebook.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Ætlaði að segja fjölskyldan & vinir en þau eru víst ekki hlutir, þannig að ég segi varasalvinn & síminn.

Hvað óttastu mest?

Að missa þá sem ég elska.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Ég er lítið í tónlistinni þessa dagana en hlusta stundum á ELO því það minnir mig á pabba minn, en annars eru Coldplay alltaf uppáhalds.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Bold and the beautiful & Neighbours!

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju?

Köttur, er alvarlega mikið crazy cat lady.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Á Snapchat, Instagram & á Facebook: tinnzy88

Hvað er framundan hjá þér í vetur?

Ég er að fara til Glasgow á morgun með mömmu & vinkonu okkar, síðan fer ég með manninum mínum til Belfast í smá brúðkaupsferð í október. Svo mun ég vonandi byrja í einhverri æðislegri vinnu á næstunni.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Áfram FH!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Droppaði bombu í beinni – Minntist á mennina sem héldu framhjá með ömmu og konu bróður síns

Droppaði bombu í beinni – Minntist á mennina sem héldu framhjá með ömmu og konu bróður síns
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Enn ein svikasíðan í skjóli á Kalkofnsveginum – Logið upp á fræga leikkonu

Enn ein svikasíðan í skjóli á Kalkofnsveginum – Logið upp á fræga leikkonu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elliði tjáir sig um manndrápsmálið – „Eftir voveifilegan atburð getur samfélagið fundið leiðir til að standa saman“

Elliði tjáir sig um manndrápsmálið – „Eftir voveifilegan atburð getur samfélagið fundið leiðir til að standa saman“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.