Rannsóknir hafa sýnt að konur af afrísk-ameríkönskum ættstofni eru í 42% meiri áhættu á að fá brjóstakrabbamein. McCartney og Keys vilja leggja áherslu á mikilvægi þess að krabbamein sé greint á forstigi þess og að allar konur eigi jafnt aðgengi að þjónustu og fræðslu.
Nærfatasettið kemur í sölu 1. október næstkomandi í takmörkuðu upplagi í verslunum McCartney og á heimasíðu hennar. Hluti af ágóðanum mun einnig renna til leitarstöðvar í Liverpool Englandi, nefndri eftir móður McCartney, Lindu McCartney, en hún lést úr brjóstakrabbameini árið 1998.
McCartney hannaði einnig brjóstahaldara fyrir konur sem hafa farið í tvöfalt brjóstnám og mun ágóði af sölu hans renna til samtaka í London, Hello Beautiful Foundation.