Þær voru alls staðar og þar á meðal á tískusýningarpöllum Gianni Versace, þar sem þær fengu viðurnefnið, Versace Golden Girls eða Gullnu stúlkurnar hans Versace.
Nýlega komu þær saman á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu þar sem þær heiðruðu minningu Versace með því að ganga tískupallinn saman ásamt Donatellu, systur Gianni. Fyrirsæturnar slógu endann í sýningu Versace tískuhússins á vor og sumarlínunni fyrir árið 2018 og stóðu gestir sýningarinnar upp og hylltu þær með dynjandi lófaklappi. Allar voru þær klæddar í sama stíl, í skósíðum glansandi silfurlituðum kjólum, sem minntu bæði á grískar gyðjur og glamúr áttunda áratugarins.
Gianni Versace var myrtur fyrir 20 árum síðan fyrir utan heimili hans á Miami. Donatella telur að endurkoma Gullnu stúlknanna muni hleypa nýju lífi í arfleifð Versace.
Hér er tískusýningin í heild sinni.