Að áeggjan móður sinnar (Candice Bergen) leyfir hún þremur ungum og blönkum kvikmyndagerðarmönnum (Nat Wolff, Pico Alexander og Jon Rudnitsky) að flytja inn í gestahúsið. Málin flækjast svo enn frekar þegar hún hefur ástarsamband við einn þeirra. Fyrr en varir eru gestirnir þrír orðnir hluti af heimilislífinu og Alice og dætur hennar farnar að stóla á þá.
Það er því ekki heppilegt þegar fyrrverandi eiginmaður hennar, Austen (Michael Sheen), mætir án þess að gera boð á undan sér og vill gera allt til að bjarga hjónabandinu.
Bleikt býður konum í bíó fimmtudagskvöldið 28. september kl. 20:00 í Kringlubíói.
Skildu eftir símanúmer á Facebooksíðu Bleikt og taggaðu vinkonurnar, systurnar, dæturnar, frænkurnar eða þá konu/r sem þú vilt taka með þér í bíó. Þær konur sem mæta í bíóið geta tekið þátt í lukkupotti, en daginn eftir bíóið munum við draga nokkrar heppnar út sem fá glæsilega vinninga. Taktu þátt og fylgstu með Bleikt á Facebook.
Home Again er ekta fjölskyldu-, ástar- og „feel good“ mynd að hætti Reese Witherspoon, sem nýlega hlaut Emmy verðlaun sem framleiðandi fyrir sjónvarpsseríuna Big Little Lies, auk þess sem hún fékk tilnefningu sem besta leikkonan í smá seríu. (Nicole Kidman meðleikkona hennar í þáttunum hlaut þau).
Leikstjóri og handritshöfundur er Hallie Meyers-Shyer og er þetta frumraun hennar á báðum sviðum. Hún hefur hins vegar leikið í sex kvikmyndum foreldra sinna, leikstjóra/handritshöfundana Nancy Meyers og Charles Shyer.