fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Spennubækur Angelu Marsons – við gefum þrjár bækur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athugið: Búið er að draga í leiknum.
Bækur Angelu Marsons um lögreglufulltrúann Kim Stone hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi sem og erlendis.

Þrjár bækur eru komnar út á íslensku: fyrsta bókin var Þögult óp, þá kom Ljótur leikur og nú er þriðja bókin, Týndu stúlkurnar komin út. Drápa gefur bækur Marsons út á Íslandi og hefur þegar samið um að halda áfram að gefa þær út. Þannig mun fjórða bókin, Play Dead, fara í þýðingu nú í haust og koma út í byrjun árs 2018.

Í samstarfi við Drápu gefur Bleikt einum heppnum vinningshafa bækurnar þrjár sem komnar eru út á íslensku.

Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að:

1) Líka við Bleikt á Facebook.
2) Skrifa „komment“ við fréttina á Facebooksíðu Bleikt, þar sem þú segir okkur hver uppáhalds spennusöguhöfundurinn þinn er.

Við drögum út mánudaginn 25. september næstkomandi kl. 13 og mun vinningshafi fá tilkynningu á Facebook.

 

Um höfundinn Angelu Marsons

Angela Marsons býr í Svörtulöndum í Vestur-Miðlöndum í Englandi. Hún reyndi að fá bækur sínar útgefnar í 25 ár en án árangurs, alls staðar var henni hafnað. Hún vann sem öryggisvörður í verslanamiðstöð en missti þá vinnu og gekk illa að fá nýja. Hún sótti um fjölmörg störf en fékk hvergi ráðningu, meðal annars hjá Amazon í Bretlandi þar sem hún sótti um starf á bókalagernum (afar kaldhæðnislegt í ljósi sögunnar). Peningalítil og atvinnulaus var hún farin að fá lánað fé hjá fjölskyldunni og vinum til að eiga fyrir mánaðamótunum.

Einmitt þegar svartnættið blasti við fékk hún tölvupóst frá nýstofnaðri bókaútgáfu, Bookouture. Starfsmaður Bookouture hafði starfað fyrir umboðsmann rithöfunda sem hafði hafnað Angelu. Hún hafði sjálf hrifist af Þögult óp og hafði því samband við Angelu þegar hún var komin í sitt nýja starf hjá Bookouture.

Framhaldið er ævintýri líkast. Angela skrifaði undir átta bóka samning við Bookouture í lok árs 2014 og í febrúar 2015 kom fyrsta bókin um Kim Stone út, Þögult óp. Næstu tvær bækur um Kim Stone komu út sama ár og tveimur árum síðar, eða í lok janúar 2017, fór sala á bókum Angelu yfir tveggja milljón eintaka markið.

Drápa á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.