fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025

Lísbet Freyja 10 ára – Besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Ástralíu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Canberra stuttmyndahátíðin fór fram í 22. sinn 10. – 17. september síðastliðinn í Canberra í Ástralíu.

Á meðal mynda sem kepptu var mynd Ragnars Snorrasonar, Engir draugar eða No Ghosts og uppskar myndin tvenn verðlaun á hátíðinni.

Magnús Atli Magnússon fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku og Lísbet Freyja Ýmisdóttir var valin besta leikkonan. Verður það að teljast frábær árangur, því Lísbet Freyja er aðeins 10 ára og keppti við leikkonur bæði eldri að árum og reyndari í leiklistinni.

Rut 8 ára mætir með föður sínum í afmælisveislu. Hin börnin biðja hana um að vera með í feluleik. Rut fer hinsvegar í leit að látnum bróður sínum og uppgjör hennar og föður hennar við drauga fortíðar er óhjákvæmilegt.

Engir draugar er 16 mínútur að lengd og geta íslenskir áhorfendur séð myndina á RIFF sem fram fer í Reykjavík 28. september til 8. október næstkomandi. Myndin verður auk þess sýnd á fleiri kvikmyndahátíðum.

Ragnar er leikstjóri og handritshöfundur, Magnús Atli sér um kvikmyndatöku og framleiðendur eru Heiðar Már Björnsson og Egill Arnar Sigurþórsson. Auk Lísbetar Freyju fara Jóel Þór Jóhannsson, Sindri Birgisson og María Dalberg með hlutverk í myndinni.

Verðlaun á Canberra má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Manchester í kvöld

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Manchester í kvöld
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Gekkst undir andlits- og handaígræðslu eftir skelfilegt slys – Fann ástina með skilaboðum á Instagram

Gekkst undir andlits- og handaígræðslu eftir skelfilegt slys – Fann ástina með skilaboðum á Instagram
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“
433
Fyrir 12 klukkutímum

PSG svo gott sem komið í 16-liða úrslit

PSG svo gott sem komið í 16-liða úrslit
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool fá jákvæð tíðindi

Stuðningsmenn Liverpool fá jákvæð tíðindi
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Elskaðu þig fyrst og mættu í dildókast

Elskaðu þig fyrst og mættu í dildókast
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

„Ég ætla mér fyrstur manna að bjóða Bandaríkin velkomin á einveldistíma sinn“

„Ég ætla mér fyrstur manna að bjóða Bandaríkin velkomin á einveldistíma sinn“