fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Erna Kristín: Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði uppá á réttum tíma í lífi mínu

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 20. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum bæði fyrir listaverkin sem hún teiknar sem og persónulegar færslur sem hún skrifar reglulega og birtir á Króm.is

Erna vill opna á umræðu erfiðra viðfangsefna og deilir hún því reynslu sinni á ýmsummálefnum. Nýlega ákvað Erna að ræða opinberlega baráttu sína við búlemíu á miðlinum Snapchat undir notendanafninu ernuland og skrifaði í kjölfarið færslu sem hún barðist við sjálfa sig um hvort hún ætti að birta.

Við gefum Ernu orðið:

Ég ræddi fyrir svolitlu síðan um búlemíu á Snappinu mínu. Það sem kom mér allra helst á óvart var að mínir nánustu höfðu ekki hugmynd um þetta, ég var viss um að ég hafi rætt þetta við að minnsta kosti einhverja þeirra. Ég man meira að segja sum samtölin, en þau kannast að vísu ekkert við þau.
Jæja, ég hef alltaf skammast mín hvað varðar búlemíuna, greinilega það mikil skömm að ég hef aðeins hugsað um að segja mínum nánustu frá ástandinu en ekki gert það nema í huganum. Ég ræddi þetta á snappinu og ætla gera það hérna núna, ég get greinilega ekki átt þetta bara fyrir sjálfan mig.
Eða kannski er ég bara orðin ógeðslega þreytt á því hvernig samfélagið vill hafa mig, hvernig samfélagið hefur matað aðra á því hvernig fallegur líkami lítur út eða hvernig samfélagið hefur matað mig og þig á því að við verðum ekki hamingjusöm fyrr en við verðum mjó.

Titillinn á pistlinum mínum gæti hljómað undarlega

Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði upp á á réttum tíma í lífi mínu

Hvað meina ég með því ? Var ég svona agalega glöð að kynnast þessum viðbjóði og þeirri angist sem búlemía er? Nei ekki beint.

En fyrst hún þurfti endilega að láta sjá sig þá verð ég bara að reyna líta á björtu hliðarnar og þakka fyrir tímasetninguna.

Ég hef aldrei litið á líkama minn sem fallegan, eða kannski einhvern tímann, en ekki svo ég muni.

Ég var það ung þegar ég var farin að telja mig feita, þrátt fyrir að hafa aldrei verið feit, en minningarnar eru þó ekki í takt við það.

Ég taldi mig feita og hef nánast alltaf gert, þvílík tímasóun á góðum tíma segi ég nú bara, ég gat ekki einusinni farið í sund nema ég fastaði að minnsta kosti þremur dögum fyrir eða skalf á leiðinni ofan í, stundum hætti ég jafnvel við og fór heim.
Það komu stundir sem ég pældi ekki mikið í þessu og var örugg í eigin skinni en þeir tímar eru ekki margir, og meira eins og fjarlægur draumur sem ég þrái, og er loksins að upplifa aftur eftir mjög svo langa bið!

Ranghugmyndir og blekking

Búlemían bankaði svo almennilega upp á í kringum 18 ára aldurinn. Hún kom og fór, eins óboðin og hún var.
Eina ástæðan fyrir því hversu lítið vannæringin sást á mér var trúlega vegna þess að ég hafði æft fótbolta allt mitt líf og því með þennan ágæta vöðvamassa utan á mér sem blekkti ástandið virkilega vel.

En sá sem var mér næstur á þessum tíma, sambýlismaður minn sem ég er svo þakklát fyrir á hverjum degi. Þetta fór ekki framhjá honum.
Hann sá hvernig ég gat ekki vaknað á morgnana, hvernig ég svaf tímunum saman og hvernig ranghugmyndirnar mögnuðust í hausnum á mér þegar lengra leið á.
Ég opnaði mig við hann um þetta, sagðist hafa tök á þessu og væri hætt að æla og dugleg að borða. Ekkert betra en að bæta samviskubiti ofan á þetta allt og fara á bak við manninn sem þú elskar því þú hefur enga stjórn á því sem er að gerast. Ég hélt áfram, tíðahringurinn var farinn að ruglast það mikið að ég var á stöðugum blettablæðingum, og svo eru miklar líkur á því að ég hafi ælt getnaðarvarnarpillunni sem ég var á og því orðið ólétt.
Á þessum tíma æfði ég tvisvar á dag, borðaði lítið sem ekkert og ef ég fór í ofát sem gerist reglulega sem er í takt við átröskunarsjúkdóminn, þá fór sú næring beinustu leið ofan í klósettið.

Mynd/Úr einkasafni

Á myndinni hér að ofan taldi ég mig vera feita. Ég myndi segja núna þegar ég horfi á þessa mynd að ég lít út fyrir að vera bara í mjög góðu formi, stabíl og hamingjusöm, ég er langt frá því að líta út fyrir að vera á áhættustað eða illa haldin átröskun.
En þarna eru ekkert nema ranghugmyndir og mjög brotin líkamsímynd sem ræður ferðinni og smá vottur af vöðvaleyfum frá því í fótboltanum.

Búlemía og meðganga

Búlemían var orðin sem verst rétt áður en ég vissi af óléttunni, það má segja að óléttan hafi náð að rétta mig af. Ég get ekki einu sinni hugsað til þess á hvaða stað ég væri í dag ef fallegi dregurinn minn hefði ekki komið til mín. Ég vissi ekki af þunguninni fyrr en ég var gengin þrjá mánuði, og þakka fyrir að litli ofurgrallarinn minn hafi náð að halda sér þarna þrátt fyrir litla sem enga næringu og stífa þjálfum tvisvará dag.

Ég bætti á mig um 30 kg á meðgöngunni, ég þráði mat og ég elskaði að borða hann. Ég fann svo mikið frelsi að það má segja að ég hafi misst mig aðeins. Ég grét úr gleði þegar sjötta brauðsneiðin með smjöri, osti og sultu fór ofan í mig. Það kannski sýnir hversu illa haldin ég var í átröskunarfangelsinu.

Mynd/Úr einkasafni

Eftir að Leon Bassi kom í heiminn sátu 10 kg eftir, sem eru enn og ég elska þau.
Ég elskaði þau sko alls ekki fyrst, ég var ein af þeim sem fékk aldrei að heyra:

Bíddu vó varst þú ekki að eignast barn?

eða

Vá hvað þú varst fljót að grennast aftur eftir meðgönguna

Ég var svo sannarlega ekki sú sem passaði í fötin sín eftir þessa veislu. Ég var aftur á móti sú sem fékk að heyra þessar setningar:

Hvaða hvaða þetta kemur allt

eða

Jú þú lítur mjög vel út, hitt kemur svo bara

Hitt hvað? Að vera mjó aftur?

Er það atriðið sem allir eru að bíða eftir? Verð ég þá samþykkt í samfélaginu?

Núna þremur árum seinna þori ég loksins að hreyfa mig eitthvað af viti og vanda mataræðið, en fyrir þann tíma var ég of hrædd að fara af stað í ræktinni og mataræði, því ég óttaðist staðinn sem biði mín.
Ég hef tekið síðustu þrjú ár í að læra að elska sjálfa mig og líkama minn.

Ég get ekki sagt að ég sé komin á nákvæmlega þann stað sem ég vil vera á, en ég er þó komin þangað að ég treysti mér til þess að fara í ræktina, styrkja mig, stinna mig og létta án þess að vilja alltaf meira og meira og meira.
Því ég get lofað ykkur því, það mun ekki skipta neinu máli hversu mörg kíló þið missið, ef þið elskið ekki ykkur sjálf og líkama ykkar áður, þá verður það aldrei nóg!

Ég er þakklát fyrir þann samfélagsmiðlaheim sem ég hef byggt mér upp og öll þau tækifæri sem ég hef fengið í gegnum samfélagsmiðla. Fylgjendahópurinn minn á Snapchat og Instagram er yndislegur og það er ekkert æðislegra en að fá viðbrögð og vita raunverulega þegar maður gerir gagn með því að deila erfiðum reynslusögum áfram.

Einnig er ég þakklát fyrir króm.is þar sem maður getur miðlað mikilvægum sögum áfram á enn stærri hóp, og vona ég innilega að það hjálpi öðrum og sýni ykkur sem haldið að þið séuð ein, að þið eruð aldrei ein.

Opinberun og þakklæti

Ég hef kosið að vera opin, það hjálpar bæði mér og öðrum að komast í gegnum erfiðar tilfinningar og því get ég ekki séð neitt nema jákvæðni hvað það varðar. Takk þið sem fylgið mér á Snapchat og öðrum miðlum, og takk þið öll sem tókuð ykkur tíma til að lesa þessa langloku. Samfélagsmiðlar eru ekki eintómar auglýsingar og glansmyndir, það er hægt að nota samfélagsmiðla á svo margan hátt og það er akkúrat einsog ég vil hafa það á mínum miðlum!

Mynd/Úr einkasafni

Hér er ég í dag, þessi mynd var tekin í morgun. Fyrir meðgöngu hefði ég litið á þennan líkama á mjög neikvæðan hátt. En í dag elska ég líkamann minn, nákvæmlega eins og hann er núna og það er ástæðan fyrir því að ég þori að hreyfa mig til að fá meiri orku, þori að létta mig ef ég vil það því ég treysti því að þurfa ekki stöðugt að leitast eftir samþykki frá samfélaginu hvernig ég á að líta út og hvernig líkaminn minn á að vera til að teljast fallegur og flottur.
Allir líkamar eru fallegir, þeir bera okkur uppi, hjálpa okkur að sinna lífinu og þeir koma í allskonar formum. Það á enginn að segja okkur hvernig tegund af líkömum eru fallegastir, því þeir eru allir fallegir á sinn einstaka hátt.
Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, minnum okkur á að við erum falleg og með fallegan líkama akkúrat eins og hann er akkurat núna, lærum að elska okkur strax í dag!

Hægt er að fylgjast með Ernu bæði á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: Ernuland

Pistillinn birtist upphaflega á Króm.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.