fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025

Fjarlægði sex rifbein til að líkjast ofurkonunni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. september 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún hefur farið í meira en 200 lýtaaðgerðir, þar á meðal látið fjarlægja sex rifbein, allt til að líkjast Ofurkonunni (Wonder Woman) sem mest.

Pixee Foxx hefur eytt hálfri milljón punda, um 72 milljónum íslenskra króna til að uppfylla ósk sína um að líkjast ofurhetjunni goðsagnakenndu, þar á meðal hefur Foxx undirgengist aðgerðir á brjóstum, augnlokum og mitti.

„Það fyrsta sem ég lét breyta var nefið, brjóstin og augnlokin. Ég vissi frá byrjun að ég vildi undirgangast fullt af aðgerðum, en það var smá ferli að fara alla þessa leið.“

Stærsta aðgerðin var þegar sex rifbein voru fjarlægð til að fá 16 tommu mitti (40,7 sm).

„Ég geri þetta ekki af hégóma, heldur sé ég mig sem rannsóknarverkefni fyrir vísindin,“ segir Foxx. „Ég er frumkvöðull í fegrunariðnaðinum. Ég er að færa hann fram á við, enda er ég fyrsta konan í heiminum til að láta fjarlægja sex rifbein.“

Hluti af „frumkvöðlastarfinu“ fólst í að fara til Indlands til að breyta um augnlit og til Kóreu til að láta endurmóta kjálkann.

Foxx hefur engar áhyggjur af hvaða áhrif aðgerðirnar hafa á heilsu hennar, þrátt fyrir að rifbeinaaðgerðin valdi því til dæmis að líffæri hennar eru í meiri hættu á að verða fyrir skaða ef/þegar hún verður fyrir höggi eða slysi. „Svo lengi sem ég passa mig þá verð ég í lagi.“

Foxx er heldur ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir og segist eiga eftir að fara í aðgerð frá hálsi og upp úr, sem hefur aldrei verið reynd áður og muni valda „sprengingu“ í fegrunaraðgerðaiðnaðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Marmoush byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Marmoush byrjar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginkona Brynjars Karls ver sinn mann og sakar Bjarney um ofbeldi – Bjarney svarar og lýsir kynnum sínum af þjálfunaraðferðunum umdeildu

Eiginkona Brynjars Karls ver sinn mann og sakar Bjarney um ofbeldi – Bjarney svarar og lýsir kynnum sínum af þjálfunaraðferðunum umdeildu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.