fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Fimm setningar sem við segjum við börnin okkar og af hverju þær eru slæmar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað ertu að kenna börnunum þínum þegar þú ert ekki að reyna að kenna þeim neitt?

Í grein sem birtist á Iheartintelligence.com er fjallar um fimm algengar setningar, sem allir foreldrar hafa notað og eru jafnvel að nota reglulega, og af hverju við eigum að hætta að segja þær við börnin okkar.

1. „Þú ert að gera mig brjálaða/n núna.“

Þó að þessi setning eigi oft við rök að styðjast, jafnvel oft á dag, þá eru margir hlutir sem eiga við rök að styðjast og eru sannir, en við segjum samt ekki við börnin okkar. Að segja við barnið þitt að það geri þig brjálaða/n, reiða/n eða valdi því að þú hefur ekki stjórn á skapi þínu kennir barninu að það ber ábyrgð á hegðun annarra. Þetta er ósanngjarnt. Við þurfum ekki að hjálpa barninu til að því finnist eitthvað vera því að kenna.

Notaðu frekar setningu eins og „Mamma/pabbi á erfitt með að vera þolinmóð/ur núna, þannig að ég ætla að taka mér smá tíma fyrir mig.“

2. „Af því að ég segi það!“

Þessi setning sýnir vald og krefst skilyrðislausrar hlýðni. Setningin dregur úr því að börnin læri að leysa vandamál, sýni frjálsa hugsun og jafnvel einfaldri löngun þeirra til að skilja reglur. Við viljum hvetja börnin okkar til vitsmunalegrar forvitni, ekki draga úr henni. Hvettu börnin til að hugsa á gagnrýninn hátt og útskýrðu fyrir þeim af hverju þau eiga að haga sér eins og þú vilt. Þeir þurfa ekki að samþykkja rökstuðning þinn fyrir reglunni/reglunum, en þau eiga rétt á að vita hver hann er, ef þau eiga að fylgja þínum reglum.

3. „Hættu að gráta núna strax!“

Þessi setning hefur aldrei fengið neinn til að hætta að gráta. Hún eykur aðeins á hræðsluna, óttann og stjórnleysið sem er fyrir hendi í erfiðum aðstæðum. Grátur er ekki óstjórnleg hegðun, heldur þvert á móti heilbrigð leið til að tjá neikvæðar tilfinningar.

4. „Svona er lífið.“

Við grípum oft til þessa frasa þegar við höfum ekkert annað segja. Við vitum samt að ástandið er rangt eða ´ósanngjarnt og að börnin okkar eru særð vegna þess. Því miður er ekkert sem við getum gert. Það er auðvelt að fleygja setningunni fram, en hún hjálpar börnunum okkar ekkert i gegnum það sem þau eru að fást við, hún kennir þeim aðeins að sætta sig við það versta sem lífið færir þeim.Reyndu frekar að halda í hendina á barninu þínu og fullvissa það um að þó að ástandið sé erfitt þá muni það komast í gegnum það. Og að þú sért til staðar fyrir það. Ef að möguleiki er á því grípið til aðgerða til að leysa vandamálið. Kenndu börnunum þínum að þau eru öflug, ekki máttlaus.

5. „Þú tekur þetta of nærri þér. Hættu að vera svona viðkvæm/ur.”

Þessi setning segir börnunum okkar að tilfinningar þeirra skipti ekki máli. Hún dregur líka úr því að þau sýni samúð með öðrum þegar þeir eru í uppnámi. Þegar við segjum börnunum okkar að það sé rangt að vera tilfinninganæmur, þá erum við að kenna þeim að það sé tákn um veikleika að sýna tilfinningar. Þessi setning kennir þeim að vanmeta tilfinningalega tjáningu annarra og innræta eigin tilfinningar sínar. Þess í stað ættum við að kenna börnunum okkar að virða tilfinningar annarra og skilja eigin tilfinningar og takast á við þær á ábyrgan hátt.

Vertu foreldrið sem þú vildir sjálf/ur eiga. Vertu foreldrið sem þú vilt að börnin þín verði. Það er allt í lagi að gera mistök, við erum öll mannleg, en ekki halda áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur.

Heimild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sat fyrir aftan Amorim í gær – Uppljóstrar því hvaða tveir leikmenn fóru í taugarnar á honum

Sat fyrir aftan Amorim í gær – Uppljóstrar því hvaða tveir leikmenn fóru í taugarnar á honum