Og af hverju ekki að vera með, íslensku bókaunnendur? Við eigum öll okkar uppáhaldsbók, bók sem við mælum með við aðra, bók sem við lesum aftur og aftur, bók sem við lesum fyrir börnin okkar eða réttum þeim til að lesa þegar þau eru orðin eldri.
Hvaða félagsskapur er Bókaálfarnir(The Book Fairies)? Honum tilheyra einstaklingar sem fela bækur víðsvegar um heiminn fyrir aðra til að finna, lesa og gefa áfram. Allir geta verið með. Í dag eru meðlimir hópsins fimm þúsund í 100 löndum.
1) Veldu bók til að gefa áfram
Bókin getur verið ein af þínum uppáhalds úr bókahillunni, bók sem þú ert búin að lesa nýlega og/eða bók sem þú vilt einfaldlega gefa áfram og leyfa öðrum að lesa og njóta.
2) Merktu bókina
Goodreads bauð upp á að panta límiða til að líma á bækurnar, en þar sem fyrirvarinn er stuttur, þá má leysa þetta með því að skrifa á spássíu bókarinnar eða prenta út þennan miða hér og festa framan á bókina.
3) Finndu góðan felustað
Finndu góðan stað til að skilja bókina eftir á. Athugaðu samt að ekki er gott að skilja þær eftir úti með tilliti til veðurs og að bókin verður að vera falin, en samt sjást.
4) Deildu felustaðnum með öðrum
Þegar þú ert búinn að fela bókina taktu mynd af felustaðnum og deildu með öðrum á samfélagsmiðlum. Myllumerki sem nota má eru til dæmis: #goodreadsturns10, #hideabookday, #ibelieveinbookfairies #feldubokdagurinn
Goodreads, heimasíða, Facebooksíða.
Book Fairies, heimasíða, Facebooksíða.