Eftirlifandi eiginkona hans, Talinda Bennington, deildi í gær á Twitter myndbandi sem tekið er 36 klukkustundum fyrir andlát hans, í því sést hann spila með fjölskyldu sinni, hlæja og skemmta sér. Með myndbandinu skrifar Talinda: „Svona leit þunglyndi út gagnvart okkur 36 tímum fyrir andlát hans. Hann elskaði okkur svo heitt og við elskuðum hann.“
This is what depression looked like to us just 36 hrs b4 his death. He loved us SO much & we loved him. #fuckdepression #MakeChesterProud pic.twitter.com/VW44eOER4k
— Talinda Bennington (@TalindaB) September 16, 2017
Talinda segir að tvítið sé það persónulegasta sem hún hefur póstað á samfélagsmiðla. „Ég pósta því til að sýna að þunglyndi verður ekki lýst á ákveðinn hátt, með einni hegðun eða einu andliti.“
Fyrr í mánuðinum deildi Draven, 15 ára sonur Bennington, þremur myndböndum í tilefni af alþjóðlegri forvarnarviku gegn sjálfsvígum. Í einu þeirra heitir hann „að ég mun tala við einhvern áður en ég skaða mig þegar mér líður illa, er þunglyndur eða á erfiða viku, mánuð eða ár. Ég vil skora á ykkur að gera hið sama, að hjálpa ykkur, ekki skaða ykkur.“
Honoring world Suicide Prevention Day Words from Draven Bennington,
Son of the Chester Bennington,
Lead singer of @linkinpark @afspnational pic.twitter.com/OEjr4QwfjM— Xpression The MC (@xpressionthemc) September 10, 2017
Chester Bennington ræddi opinskátt um andlega erfiðleika, sem mátti að hluta rekja til kynferðislegs ofbeldis sem hann varð fyrir sem barn. Hann glímdi einnig við eiturlyfjafíkn og alkóhólisma.