Verk Klimt eru í Art Nouveau stíl, gamla nýlistin, sem vinsæll var í lista- og hönnunarheiminum nálægt aldamótunum 1990. Stíllinn er rómantískur og nokkuð kvenlegur, enda konur og þokkagyðjur vinsælt myndefni.
Ljósmyndir Prader endurgera gullna tímabil Klimt frá árunum 1899 til 1910. Ljósmyndirnar voru teknar í tilefni af Life Ball, árlegum viðburði í Vín í Austurríki, sem haldinn er til að safna fé til styrktar baráttunni gegn alnæmi.
Hér má sjá nokkrar ljósmyndanna ásamt fyrirmyndunum með enskum nöfnum þeirra.