fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025

Lindex opnar verslun á Akranesi í byrjun nóvember

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. september 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lindex opnar nýja verslun á Akranesi laugardaginn 4. nóvember næstkomandi. Verslunin verður sú áttunda, en fyrir rekur Lindex nú 7 verslanir á Íslandi: í Smáralind, tvær í Kringlunni,  á Glerártorgi á Akureyri, Laugavegi 7 og i Krossmóum í Reykjanesbæ ásamt netverslun á lindex.is.

„Ég er óskaplega spenntur fyrir því að opna það sem ég er sannfærður um að verði glæsileg Lindex verslun hér á Akranesi.  Verslun okkar á Suðurnesjum hefur gengið vonum framar og hefur hvatt okkur áfram til að taka næstu skref og er því sérlega ánægjulegt að geta kynnt þetta í dag,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Verslunin er um 360 fm. að stærð og er staðsett í miðbæ Akraness að Dalbraut 1, milli Eymundsson og Krónunnar.  Verslunin mun bjóða tískufatnað fyrir konur, undirfatnað, barnafatnað og snyrtivörur á hagkvæmu verði.

Lóa, Þórarinn og Albert skrifa undir samninginn.

„Við erum gríðarlega ánægð með að hafa náð saman með Lindex um uppbyggingu á Akranesi.  Verslun Krónunnar hefur verið mjög vaxandi síðustu misseri og því er þessi breyting mikið framfaraskref fyrir miðbæ Akraness og Vestlendinga ásamt öðrum gestum sem þangað sækja,“ segir Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Festis fasteignafélags.

Akranes er stærsta bæjarfélagið á Vesturlandi með um 7.000 íbúa og er stærsti þjónustukjarni fyrir landshlutann.

Hönnunin byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð.

Undirbúningur fyrir opnun Lindex á Akranesi er þegar hafinn, en útlit verslunarinnar verður eftir svokallaðri „clean concept“ hönnun Lindex en að auki verða kynntir þættir sem ekki hafa litið dagsins ljós í Lindex hér á landi. Innréttingahönnunin byggir á björtu yfirbragði þar sem hvítur er áberandi litur í bland við svart og viðartóna sem gefa útliti verslunarinnar skandinavískt yfirbragð.

Mátunarklefar stökkbreytast með nýrri innréttingahönnun.

Hugmyndafræði „clean concept“ nær einnig til umhverfis- og sjálfbærnisstefnu Lindex og þetta endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum með sjálfbærum hætti. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleitt með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir árið 2020 og 100% af bómull Lindex verði framleidd með lífrænum og/eða sjálfbærum hætti fyrir þann tíma.   Síðastliðið haust kynnti Lindex einnig möguleika til að endurnýta fatnað með því að skila honum til verslunarinnar og fá umbun með inneign í gegnum aðild að vildarklúbbnum More at Lindex.  Þess ber að geta að langstærstur hluti af barnalínu Lindex er framleiddur úr lífrænni bómull nú þegar og endurunnum efnum.

Nýjasta innréttingahönnun Lindex Clean Concept.
Lóa og Albert við opnun Lindex í Krossmóa Reykjanesbæ. Mynd: Mummi Lú.

„Við erum mjög spennt fyrir opnuninni og vonumst til að sjá sem flesta Vestlendinga á opnunardaginn, laugardaginn 4. nóvember,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Reykjavík stendur sig best í uppbyggingu félagslegra íbúða

Reykjavík stendur sig best í uppbyggingu félagslegra íbúða
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Landsliðið mætir Egyptalandi og Kólombíu í áhugaverðum leikjum í sumar

Landsliðið mætir Egyptalandi og Kólombíu í áhugaverðum leikjum í sumar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þór gekk út þegar hann sá verðið – „Venjulegur kaffibolli 750 kall“

Þór gekk út þegar hann sá verðið – „Venjulegur kaffibolli 750 kall“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Margdæmdum manni sem beðið hefur brottvísunar frá Íslandi í fimm mánuði sleppt úr gæsluvarðhaldi

Margdæmdum manni sem beðið hefur brottvísunar frá Íslandi í fimm mánuði sleppt úr gæsluvarðhaldi