fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Rök fyrir því að Rachel og Joey úr Friends hefðu átt að enda saman

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við ætlum að byrja á því að vara við því að í þessari færslu eru „spoilers“ fyrir þá örfáu einstaklinga sem hafa ekki séð Friends. En ef þú hefur ekki séð Friends, þá er kominn tími til!

Hver man ekki eftir óvæntu ástarævintýri Rachel Green og Joey Tribbiani sem fáir gátu spáð fyrir. Margir aðdáendur voru vonsviknir og sumir hafa gengið svo langt að segja að þetta hafi verið versta fléttan í Friends.

Rennum fljótlega yfir sögu Joey og Rachel. Joey játaði ást sína til Rachel meðan hún var ófrísk af barni Ross. Joey hafði þá verið hrifinn af henni í dágóðan tíma, en Rachel leið ekki eins. Seinna í þáttunum hins vegar byrjar hún að vera hrifin af honum og hann finnur út úr því í Barbados. Þau kyssast og ætla að reyna að láta sambandið virka. Það endaði hins vegar snögglega þar sem þeim tókst ekki að eiga kynferðislegt samband án vandræða, en þau voru allt of góðir vinir til að „taka sambandið á næsta stig.“ Það leið ekki að löngu þangað ástarævintýrið gleymdist, sagan hélt áfram og endaði með að Ross og Rachel tóku saman aftur eftir að hún hætti að fara til Parísar.

Við þessi sögulok voru flestir sáttir, enda var sambandið á milli Ross og Rachel búið að vera viðburðaríkt, spennandi, dramatískt og í gegnum allar seríurnar var alltaf sú spurning í loftinu hvort þau myndu enda saman eða ekki.

En það eru ekki allir á sama máli og hefur einn Twitter notandi fært ansi heillandi rök fyrir því að Rachel hefði átt að enda með Joey. Claire Willett, eða @kaneandgriffin, gerði það í hundrað tístum, sem hægt er að skoða hér fyrir neðan, en við ætlum að fara yfir nokkur aðalatriði rökfærslu hennar.

Í fyrsta lagi: „Ross sá aldrei Rachel sem vin, en Joey gerði það.“

Claire nefnir að vinátta Joey og Rachel var platónísk og Joey studdi alltaf vinkonu sína. Eins og þegar hann bauð henni að búa hjá sér þegar hún var ófrísk.

Hins vegar gat Ross ekki komist yfir það að Rachel væri með öðrum karlmanni. Þó svo að það væri bara vinur hennar eftir að sambandi þeirra lauk (munið þið ekki eftir Mark?). Að sögn Claire er það vegna þess að í huga Ross, var hún bara hans.

Í öðru lagi: „Rachel verðskuldaði einhvern sem skildi af hverju starfsferillinn var henni mikilvægur.“

Claire nefnir þar dæmi eins og þegar Ross kom með nestiskörfu í vinnuna til hennar og var sífellt að trufla hana. Eða þegar hann hvatti hana til að taka ekki frábæra vinnu í París.

Að lokum: „Joey og Rachel gera hvort annað betra, Ross og Rachel gera hvort annað verra.“

 

Hér fyrir neðan má svo sjá tístin í heild sinni.

Hvað segja lesendur? Átti Rachel að enda með Ross eða Joey? Eða átti hún kannski bara að vera einhleyp áfram, fljúga til Parísar og lifa æðislegu lífi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Hvers vegna byrja jólin á Íslandi klukkan sex að kvöldi aðfangadags?

Hvers vegna byrja jólin á Íslandi klukkan sex að kvöldi aðfangadags?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varð brugðið þegar reikningurinn kom og hún sá verðið – Sjón er sögu ríkari

Varð brugðið þegar reikningurinn kom og hún sá verðið – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Í gær

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
Fókus
Í gær

„Ég fór að hágráta þegar við fengum staðfest að það væri ennþá hjartsláttur“

„Ég fór að hágráta þegar við fengum staðfest að það væri ennþá hjartsláttur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.