fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

„Ég þurfti að passa í mjaðmalausu Diesel gallabuxurnar án þess að eitt gramm af hliðarspiki sæist“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem að ég hafi fæðst með glasið hálf tómt. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf gagnrýnt allt varðandi sjálfa mig og átt mjög erfitt með að sjá það jákvæða í fari mínu. Ég var aldrei með flottustu augun, fallegasta hárið eða í flottustu fötunum. Ég teiknaði aldrei flottustu myndina í myndmennt, né hafði fallegustu rithöndina í bekknum. Ég kunni ekki að syngja og danshæfileikar mínir voru alltaf slakari en annarra. Eins og ég sagði, ég fæddist með glasið hálf tómt…

Eða hvað? Getur verið að ég hafi bara fæðst með fullt glas og að samfélagið hafi sagt mér að glasið sé hálf tómt?

14074544_10210207414891996_1089395531_o

Getur það verið að þegar ég var ung stelpa þá hafi draumar mínir verið stórir og framtíðin björt?

Getur verið að foreldrar mínir hafi hvatt mig áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, kennt mér að vera sigurvegari og huggað mig þegar ég var það ekki. Útskýrt fyrir mér að æfingin skapar meistarann og maður eigi ekki að gefast upp þó á móti blási?

14087458_10210207461533162_1957156467_o

 

Hvernig getur þá verið að ég þessi duglega, fullkomlega heilbrigða og sæta stelpa hafi byrjað að efast svona mikið um sjálfa sig?

Unglingsárin tóku mikið á. Þau tóku ekki bara mikið á aumingja foreldra mína sem þó mætti titla sem hetjur fyrir að hafa þraukað mig í gegnum þessi dimmu ár, heldur einnig sjálfa mig. Þessa ungu stelpu með stóru draumana.

Ég þurfti jú að passa í mjaðmalausu Diesel gallabuxurnar án þess að eitt gram af hliðarspiki sæist, plokka af mér allar augabrúnirnar nema þessa örfínu litlu línu sem mátti sjást. Ég var í stanslausri megrun, borðaði óhóflega mikið af gúrku og óhóflega lítið af öðrum mat.

Ég varð að hafa strípur í hárinu, eiga dýrasta CD spilarann og nýjasta All Saints diskinn. Ég þurfti líka að kunna öll lögin utan að. Ég þurfti að hafa prófað að reykja og vera alltaf til í smók ef mér var boðin einn. Ég varð líka að eiga nýjustu línuna úr Sautján ef ég ætlaði að vera maður með mönnum (eða þið vitið, stelpa með stelpum..).

Nú svo má ekki gleyma því að ég þurfti að hafa farið í sleik við hinn eða þennan og svo þurftu að minnsta kosti 3 strákar að vera skotnir í mér.

Það mátti engan aumann blett sjá á manni og Guð forði þeim sem fór að gráta í skólanum. Þaðan var ekki aftur snúið til vinsældar.

Það er ótrúlega skrítið að hugsa til baka og muna ekki eftir neinum hrósum. Ég man eftir hverri einustu gagnrýnisrödd sem sló mig utanundir líkt og blaut tuska.

Ég veit samt alveg að mér var hrósað. Mér var hrósað af foreldrum mínum, systkini mín litu upp til mín og vinir hrósuðu mér. Jafnvel ókunnugir. Ég veit alveg að mér var sagt að ég væri sæt og að ég ætti svo flott föt. Ég bara tók ekki mark á þessum hrósum því einhverra hluta vegna voru gagnrýnisraddirnar hærri.

Einhvern vegin situr það í mér þegar ég var gagnrýnd. Mér var sagt að ég ætti sko ekki að gerast söngkona. Ég væri með allt of mikið af fæðingarblettum (eins og það væri eitthvað thing?). Mér var sagt að ég væri of hvít. Svo var ég orðin allt of brún eftir óhóflega notkun ljósabekkja. Adidas skórnir mínir voru of hvítir. Svo ég rispaði þá. Þá voru þeir of notaðir. Það var alveg sama hvað ég gerði. Einhvern vegin var alltaf einhver sem fannst hann knúin til þess að segja mér hvað væri að.

Í dag er ég fullorðin (eða svo er mér sagt). Ég er tveggja barna móðir. Ég á gullfallegan ungan son sem er fullkominn. Hann er fallegur, duglegur og klár. Ég á líka fullkomna litla stelpu. Hún er líka falleg, dugleg og klár.

Ég hlakka til að hvetja þau áfram í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur. Ég ætla að fagna hverjum sigri með þeim og taka á móti öllum þeim tárum sem fylgja ósigrum. Ég ætla að útskýra fyrir þeim að æfingin skapi meistarann og að þau eigi ekki að gefast upp þó á móti blási!

Þrátt fyrir að vera orðin fullorðin (eins og menn vilja meina) þá er ég enn þann dag í dag að gagnrýna sjálfa mig. Ég er ekki enn komin með flottustu augun eða fallegasta hárið. Ég er ekki með mjóustu lærin eða sléttasta magann. Ég er aldrei nógu dugleg í ræktinni, ég skrifa aldrei nógu góð blogg og ég er ekki ennþá orðin cool (cool var á tíma næntís flottasta orðið svo give me a break).

Ég er þó að læra. Ég er að læra að elska sjálfa mig. Vera stolt af sjálfri mér. Hrósa sjálfri mér og sjá að hey, ég er nú alveg ágæt þrátt fyrir allt. Stundum meira að segja frábær!
Um daginn rakst ég á pistil á Facebook þar sem faðir hafði sagt dóttur sinni sem var að byrja í menntaskóla að kreista allt tannkremið úr túbunni á disk. Þegar hún hafði lokið við það bað hann hana að setja það aftur inn í túbuna á sama hátt og það hafði verið í áður. Að sjálfsögðu gat hún það ekki og sagði faðir hennar þá að þetta væri mikilvægasta lexían. Þegar orðin sem við höfum að geyma eru komin út úr okkur, þá tökum við þau ekki til baka.

1.jpg

 

Við höfum val um það að tala fallega, hrósa og upphefja hvert annað eða gagnrýna, baktala og draga fólk niður.

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.

Ég ætla að kenna mínum börnum að tala fallega, hrósa og hjálpa náunganum. Ég ætla að kenna þeim það með því að gera það sjálf.

Ég ætla ekki bara að tala fallega hrósa og upphefja náungann. Heldur ætla ég líka að tala fallega um, hrósa og upphefja sjálfa mig og kenna þeim að gera hið sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans