fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Gísli og Silja keyrðu sex þúsund kílómetra til þess að verða vitni að sólmyrkvanum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 26. ágúst 2017 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólmyrkvinn sem átti sér stað mánudaginn síðasta hefur varla farið framhjá mörgum en fjallað hefur verið um hann í fréttum út um allan heim og myndir af honum verið sýndar á flestum miðlum landsins.

Parið Gísli og Silja létu sér þó ekki nægja að fá einungis að sjá myndir af sólmyrkvanum heldur gerðu þau sér ferð þvert yfir Bandaríkin til þess að verða vitni að honum.

Silja var uppi á fjöllum í hestaferð þegar hún fékk símhringingu frá Gísla og vini þeirra Sævari þar sem þeir sannfærðu hana um að fljúga til Bandaríkjanna og keyra rúmlega sex þúsund kílómetra til að sjá sólmyrkvann. Silju hafði lengi dreymt um að fara til Bandaríkjanna og því var ekki erfitt að sannfæra hana. Gísli og Sævar hafa áður farið til Indónesíu til að verða vitni að sólmyrkva og eftir að hafa séð hann einu sinni má segja að þeir séu orðnir fíklar á sólmyrkva.

Ferðin tók þau 12 daga og byrjaði í Seattle en leið þeirra lá til Casper í Wyoming þar sem sólmyrkvinn átti að vera vel sýnilegur. Leiðin var þó ekki bein en þau komu við á mörgum af fallegustu stöðum Bandaríkjanna á leiðinni.

Þeir staðir sem helst stóðu upp úr voru Arches Nation Park og Canyonland sem eru þjóðgarðar í Utah. Yellowstone var einnig mjög eftirminnanlegur, það er þjóðgarður sem nær yfir þrjú ríki í Bandaríkjunum. Parið var einnig mjög hrifið af Chaco Canyon, staður þar sem indjánar settust að í kringum árið 1000. Einnig fóru þau í ferð sem tileinkuð er þáttunum Breaking Bad, skoðuðu heimili Kurt Cobain heitins og fóru í loftgöng í Denver þar sem þau fengu að svífa eins og fallhlífarstökkvarar.

Ótrúlegt en satt þá gekk ferðin nokkuð hraklaust fyrir sig fyrir utan einn dag þar sem allt virðist ganga á afturfótunum.

Á leiðinni til Albuquerque var Gísli stoppaður af löggunni fyrir að keyra örlítið yfir hámarkshraða, á malarvegi fengum við grjót í framrúðuna og kom stór sprunga í hana. Þegar við vorum svo að renna inn í Albuquerque fengum við nagla í dekkið hjá okkur, sem betur fer gekk allt vel og við fengum enga sekt,

segir Silja. Gísli og Silja fóru hratt yfir en í lokin náðu þau að sjá eitthvað af öllu sem þeim langaði til að sjá og endaði keyrslan í 5920 km og heimsóttu þau 7 ríki í Bandaríkjunum; Washington, Idaho, Montana, Wyoming, Colorado, Utah og Nýju Mexíkó.

Nóttina fyrir myrkvann þurftum við að leggja snemma af stað frá Denver því leiðin til Casper eru rúmir 400km, því lögðum við af stað klukkan 4 um nóttina en umferð var gríðarlega þung á leiðinni út úr Denver. Því ákváðum við að stoppa frekar við í bæ sem heitir Glendo þar sem við vorum komin vel inn í myrkvaslóðina og fylgjast með myrkvanum þar því annars áttum við á hættu á að festast í umferð því allur straumurinn lá til Casper.

Gísli og Silja eru bæði sammála um það að allir ættu að sjá að minnsta kosti einn sólmyrkva á ævinni því erfitt er að lýsa þessu sjónarspili í orði og myndum.

Myndin er tekin og unnin af Gísla Má Árnasyni

Sólmyrkvi einn og sér er þess virði að ferðast þvert yfir hnöttinn fyrir en sólmyrkvinn var auðvitað bara hluti af ferðalaginu og er góð afsökun til að ferðast til staða sem maður myndi annars ekki heimsækja. Sólmyrkvinn í USA var frekar auðsóttur af ferðamönnum þar sem myrkvaslóðin náði yfir svo stórt landsvæði.

Næst á döfinni hjá parinu er að skella sér í helgarferð til Varsjá en þau eru þó komin með hugann við næsta sólmyrkva sem verður árið 2020 og liggur yfir Chile og Argentínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Köngulóartegund nefnd eftir frú Vigdísi – „Deilir glæsileika og kænsku forsetans“

Köngulóartegund nefnd eftir frú Vigdísi – „Deilir glæsileika og kænsku forsetans“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vieira hættur en gæti nú boðist ansi spennandi starf

Vieira hættur en gæti nú boðist ansi spennandi starf
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Jökull á heimleið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar niður um eitt sæti þrátt fyrir glæstan sigur á Wembley

Strákarnir okkar niður um eitt sæti þrátt fyrir glæstan sigur á Wembley
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.