Tónlistamaðurinn og læknaneminn Ragnar Árni Ágústsson sendir frá sér nýtt lag. Lagið heitir „Aldrei Nóg“ og var samið og tekið upp síðasta sumar. Einvalalið íslenskra tónlistarmanna kemur að laginu ásamt Ragnari sem syngur og spilar á gítar en þeir eru: Pétur Ben (gítar), Tómas Jónsson (hljómborð), Þorvaldur Þór Þorvaldsson (trommur), Gunnar Gunnsteinsson (bassi), Samúel Jón Samúelsson (básuna) Ari Bragi Kárason (trompet og útsetningar), Kjartan Hákonarson (trompet) og Óskar Guðjónsson (saxófónn). Helgi Hrafn Jónsson sá um upptöku, Styrmir Hauksson um hljóðvinnslu og GlennSchick um masteringu.
Í sumar hefur Ragnar kennt í jógastöðinni Sólir, stundað starfsnám uppá Landspítala og sinnt tónlistinni. Í lok sumars byrjar hann fimmta árið sitt í læknanáminu í Ungverjalandi.