Ekki er langt síðan bandaríska keðjan Costco kom til landsins flestum íslendingum til mikillar gleði og ekki leið á löngu þar til búið var að stofna hóp á Facebook þar sem hægt er að fylgjast með vöruúrvali og gera verðsamanburð. Hópurinn stækkaði hratt og enn má sjá færslur á honum daglega.
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að fatarisinn H&M er að opna sína fyrstu búð hér á Íslandi á næstu dögum og þrátt fyrir að búðin sé ekki enn opin hefur nú þegar verið stofnaður hópur á Facebook sem hefur svipaðan tilgang og Costco hópurinn. En þar er gert ráð fyrir því að hægt verði að setja inn myndir og verð af vörum búðarinnar.
Íslendingar geta því haldið kaupæðinu áfram og þurfa engar áhyggjur að hafa þótt þeir komist ekki á opnunarhátíð H&M þar sem þeir munu geta skoðað úrvalið hér.