Hrefna Líf Ólafsdóttir snappari og pistlahöfundur flutti ólétt út til Spánar síðasta haust til þess að læra dýralækningar. Eftir erfiða önn í skólanum eignaðist hún sitt fyrsta barn í miðjum lokaprófum og fékk ekki undanþágu frá skólanum til þess að halda áfram námi. Hún flutti því aftur til Íslands í sumar og hefur hún leyft fylgjendum sínum á snapchat að fylgjast með ferlinu.
Hrefna Líf á tvo hunda sem skipta fjölskylduna rosalega miklu máli, þau Myrru og Frosta. Þau fluttu út til Spánar með fjölskyldunni og eru þeir nú staddir í Noregi hjá vinafólki hennar og bíða þess að komast heim en flutningsferli dýra til Íslands er strembið og dýrt og ákvað Hrefna því að gera eitthvað sniðugt til þess að safna fyrir kostnaðinum.
Hrefna ákvað því að halda tónleika þar sem hún hefur víða vakið athygli með rödd sinni og ætlar hún þann 5. september næstkomandi að taka öll sín uppáhalds lög og blúsa þau upp í Tjarnarbíói.
Hægt er að hlusta á tóndæmi frá Hrefnu Líf hér fyrir neðan og kaupa miða á tónleikana hér.
Hægt er að fylgjast með Hrefnu Líf á Snapchat undir nafninu : hrefnalif