Þann 19. ágúst næstkomandi tek ég þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta sinn. Ég ætla hlaupa 10 km í minningu dóttur minnar en hún fæddist og lést 8. febrúar 2006.
Ég ákvað að hlaupa til styrktar Gleym-mér-ei, en það er styrktarfélag sem styður við bakið á foreldrum sem misst hafa börnin sín.
Þetta árið fer allur peningur sem safnast fyrir félagið í endurbætur á heimasíðu félagsins og fræðslubæklinga sem skilar sér í betri og aukinni fræðslu ásamt aðgengilegra efni fyrir foreldra, systkini og ættingja.
Sem dæmi um þau verk sem Gleym-mér-ei hefur unnið fyrir þann pening sem hlauparar Reykjavíkurmaraþonsins hafa safnað er: Endurbætur á duftreiti í Fossvogskirkjugarð og tvær kælivöggur sem voru gefnar til kvennadeildar Landsspítalans.
Gleym-mér-ei vinnur gríðarlega mikilvægt starf og þörfin fyrir betri heimasíðu og aukna fræðslu er mikil svo öll áheit eru þegin með miklu þakklæti.
Þakklætis kveðjur Heiða Ósk.