Elenóra Rós Georgesdóttir er 16 ára gömul og fæddist með líffæri utan líkamans, það er fæðingargalli sem ber nafnið Omphalocele. Hún hefur farið í fjölda aðgerða og skoðana hjá Barnaspítala Hringsins frá fæðingu og á starfsfólki þar mikið að þakka. Því ákvað hún að gefa af sér til baka og heldur bollakökubasar og hleypur í maraþoninu fyrir Barnaspítalann.
[ref]http://www.dv.is/folk/2017/8/11/elenora-ros-gefur-til-baka-til-barnaspitalans/[/ref]