Ef hefðbundinn nætursvefn þinn er minni en sex klukkustundir þá getur það valdið sama skaða og ofneysla áfengis. Of lítill svefn getur aukið hættuna á offitu, þunglyndi, hjartaáföllum og heilablæðingum. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna einnig að hugsanlega getur of lítill svefn raskað starfsemi heilans. Það að vera vakandi í 18 klukkustundir getur haft sömu áhrif og að vera ölvaður eftir því sem kemur fram á vefsíðu medisys.ca.
[ref]http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/svafst-thu-minna-en-sex-tima-i-nott-tha-erum-vid-med-slaemar-frettir-fyrir-thig[/ref]